Orðlaus yfir svörum vegna aðbúnaðar hrossa á Vestfjörðum Oddur Ævar Gunnarsson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2023 18:53 Eitt hrossanna var að sögn bóndans með hófsperru og því þarf að aflífa það. Hin segir hann að séu í góðu haldi en Steinunn fellst ekki á þau svör. Steinunn Árnadóttir Dýravelferðarsinni segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki gripið til aðgerða vegna endurtekinna tilkynninga um slæman aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Þegar hún skoðaði aðstæður um helgina var hross fast í girðingu og lögregla kölluð að bænum. Eigandinn segir að stofnunin hafi gert sér að aflífa eitt hrossanna, hin séu í góðu haldi. Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“ Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Steinunn Árnadóttir, sem hefur verið áberandi í umræðu um dýravelferð fékk í desember ábendingar um aðbúnað hrossa á bæ í Arnarfirði. Hún segist strax hafa haft samband við eigandann á bænum sem fullyrti að ekkert amaði að þeim. Gerði sér sjálf ferð á bæinn Steinunni bárust áfram tilkynningar um aðbúnað á bænum og var Matvælastofnun gert viðvart fyrir jól. Auk þess var haft samband við búfjáreftirlitsmann sem sagði ekkert að skepnum á svæðnu. Steinunn gerði sér sjálf ferð á bæinn um helgina og tók myndir og myndbönd af aðstæðum. Lögreglan losaði hestinn. Steinunn segir ólíðandi að Matvælastofnun hafi ekki strax gripið til aðgerða þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar. Eftir að viðtalið var tekið barst Steinunni svar frá forstjóra MAST sem segist taka ábendingunni alvarlega og að stofnunin muni fylgja henni eftir hratt og örugglega. Málið sé í vinnslu. Eins og sést á myndinni hér að neðan er hófurinn á einum hestanna óeðlilega langur sem veldur því að hann á erfitt með að ganga, einhver hrossanna virðast í aflögn en erfitt er að dæma holdastig þeirra af nákvæmni út frá ljósmyndum. Um er að ræða hófsperru.Steinunn Árnadóttir Þurfi að aflífa einn Steinunn deildi myndum af hestunum á Facebook og hefur færslan farið í mikla dreifingu. Í samtali við fréttastofu segist bóndinn ekki hafa séð færsluna en hann hafi verið látinn vita af dreifingu hennar. Hann segir hestana við heilsu fyrir utan einn sem sé með hófsperru en hafi þrátt fyrir hana ekki kveinkað sér. MAST hafi haft samband við hann og beint því til hans að aflífa hestinn sem gert verði um helgina. „Ég er eiginlega bara orðlaus ef þau ætla að gera þetta svona. Að þessi eini hestur ætti að vera aflífaður og að annars sé allt í góðu lagi. Þá er nú, eins og mig hefur nú lengi grunað, eitthvað mikið að vinnuaðferðum Matvælastofnunar.“ Hún segir furðulegt ef raunin verði sú að stofnunin muni ekki aðhafast frekar í málinu. Sér hafi fundist aðstæður hestanna verri en hún hafi búist við. „Þessi svör hans eru þannig að hann á alls ekki að hafa umsjón yfir skepnum og ef hann er ekki sviptur umráðum yfir þessum skepnum þá er eitthvað mikið að.“
Dýr Dýraheilbrigði Ísafjarðarbær Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira