Jafn miklar fjárhagsáhyggjur og þegar hann átti ekkert Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. maí 2023 13:30 Steinarr Lár er mikill brimbrettakappi. Aðsend Athafnamaðurinn Steinarr Lár segist hafa jafn miklar fjárhagsáhyggjur nú og þegar hann var blankur. Áhyggjurnar beinist fyrst og fremst að því hvað hann eigi að gera við eignir sínar og hvernig hann á að sinna þeim. Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu. Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira
Steinarr var gestur Gunnar Dofra Ólafssonar í nýjasta þætti hlaðvarpsins Leitin að peningunum. Þar fór hann yfir ferilinn sem athafnamaður, en hann hófst með stofnun KúKú Campers, sem hann hefur síðan selt. Steinarr hefur stofnað fjöldann allan af fyrirtækjum í gegn um tíðina og lært ýmislegt um hvernig fara á vel með peninga. Til dæmis sé tilvalið fyrir ungt fólk, sem enn býr í foreldrahúsum og þarf ekki að framfleyta sér sjálft, að hætta tímabundið í skóla, vinna og safna sér fyrir íbúð til að komast inn á fasteignamarkað. „Það er mjög erfitt að safna fyrir íbúð þegar þú ert kominn með krakka, bíl og rekstur og dýr áhugamál og dýrar skoðanir á húsgögnum. Þegar þú ert bara sautján, tekur þér eitt tvö ár til að vinna og safna, nítján ára kaupir íbúð og leigir hana út. Heldur áfram með skólann, það skiptir ekki máli í hefðbundnu námi hvort þú klárar 24 eða 26 ára,“ segir Steinarr. Hann segir foreldra oft leggja mikla áherslu á að börn þeirra klári nám og auki þannig tækifæri sín, sem sé alveg rétt. „En ef þú frestar þessari fjárfestingu um 10 ár ertu að fara að borga í raun helmingi meira.“ Tók einn eyðslulausan mánuð á ári Þá hefur Steinarr reynt ýmislegt til að spara peninga. Til dæmis gerði hann það á sínum yngri árum að eyða engu í heilan mánuð á ári. „Ef þú hefur aga yfir sjálfum þér geturðu stjórnað fjármálunum þínum,“ segir Steinarr. „Það var október. Það var oft þannig þegar maður var kominn inn í nóvember að mann langaði að halda áfram af því þetta var keppikefli. Maður vissi bara að ef maður átti nóg af klósettpappír og nóg af tannkremi [var maður góður]. Og á þessum tíma vann ég oft fram eftir af því ef ég vann meira þá fylgdi það að maður fengi kvöldmat.“ Meiri áhyggjur nú en þegar hann var blankur Steinar segir að þegar fólk eigi ekki peninga hafi það eðlilega áhyggjur af næstu mánaðamótum en þegar þú átt mikið af peningum hafir þú líka miklar fjárhagsáhyggjur. Áhyggjurnar beinist að því hvað þú eigir að gera við eignirnar þínar og hvernig þú eigir að sinna þeim. „Fólk heldur stundum að þegar þú eignast pening að þá sé allt orðið gott. Ég þurfti að kynnast því að það er ekki þannig. Það leysast ekki öll vandamál heimsins. Peningar eru engin lausn,“ segir Steinarr. „Í dag er ég maður sem á 8-900 bifreiðar og töluvert af fasteignum og ég þarf að hafa áhyggjur af þessu öllu saman. Þetta er eins og að labba upp fjall og horfir á einhvern á tindinum en hann sér bara nýjan hól. Lífið er bara brekka og maður þarf að vera vel skóaður og til í tuskið.“ Leitin að peningunum er framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.
Leitin að peningunum Fjármál heimilisins Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Sjá meira