Everton kláraði Brighton í fyrri hálfleik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. maí 2023 18:30 Þessir tveir voru frábærir í dag. Charlie Crowhurst/Getty Images Everton vann magnaðan 5-1 útisigur á Brighton & Hove Albion í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Gestirnir frá Bítlaborginni eru í bullandi fallbaráttu á meðan Brighton lætur sig dreyma um að spila í Evrópu á næstu leiktíð. Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira
Fyrir leik var hinn 21 árs gamli João Pedro kynntur til leiks hjá Brighton en hann mun ganga til liðs við félagið í sumar eftir að hafa spilað með Watford frá 2020. Um er að ræða framherja frá Brasilíu og hefði Brighton getað nýtt krafta hans í dag. Joao Pedro was on the pitch at the Amex during the half-time break Brighton have agreed a £30million deal to sign the Brazilian from Watford when the summer transfer window opens Wonder what he makes of the performance so far? #BBCFootball #PremierLeague pic.twitter.com/5UY9WCGCKp— Match of the Day (@BBCMOTD) May 8, 2023 Það tók lærisveinar Sean Dyche innan við mínútu að komast yfir. Abdoulaye Doucoure kom boltanum þá í netið eftir sendingu frá Dominic Calvert-Lewin. Þegar tæpur hálftími var liðinn tvöfaldaði Doucoure forystuna eftir undirbúning Dwight McNeil. McNeil var svo aftur á ferðinni sex mínútum síðar þegar hann komst upp að endalínu og gaf fyrir en Jason Steele, markvörður Brighton, tókst ekki betur til og „varði“ boltann í netið. Sjálfsmark niðurstaðan og staðan 3-0 þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. HALF-TIME Brighton 0-3 EvertonAn Abdoulaye Doucoure brace and Jason Steele own goal give Everton a three-nil lead at Amex Stadium#BHAEVE pic.twitter.com/SpAQqMA77S— Premier League (@premierleague) May 8, 2023 Heimaliðið gerði fjórar skiptingar í hálfleik en það breytti litlu. Heimamenn náðu ekki að brjóta niður vel skipulagða vörn gestanna og McNeil bætti við fjórða marki Everton þegar stundarfjórðungur var til loka venjulegs leiktíma. Alexis Mac Allister minnkaði muninn í 1-4 þegar tíu mínútur lifðu leiks og við það virtust heimamenn vakna af værum blundi. Nær komst Brighton ekki og til að fullkomna daginn þá skoraði McNeil eftir skyndisókn þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Lokatölur 1-5 og Everton vann dýrmætan sigur í fallbaráttunni. Everton lyftir sér með sigrinum upp í 16. sæti með 32 stig eftir 35 leiki, tveimur stigum meira Leicester City, Nottingham Forest og Leeds United sem sitja í sætunum þar fyrir neðan. Brighton er í 7. sæti - sem gefur sæti í Sambandsdeild Evrópu á næstu leiktíð - með 55 stig.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Fleiri fréttir Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjá meira