Býst við dýrvitlausum KR-ingum í kvöld Aron Guðmundsson skrifar 7. maí 2023 12:15 Arnar Grétarsson, þjálfari Vals Sannkallaður stórleikur er á dagskrá Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld þegar að Valur og KR mætast á Origovellinum að Hlíðarenda. Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport Besta deild karla Valur KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira
Valsmenn hafa farið afar vel af stað í deildinni í ár og þjálfari liðsins, Arnar Grétarsson, segir sína menn ætla að sækja stigin þrjú í kvöld. „Þetta leggst mjög vel í mig, eins og er raunin með alla leiki sem maður fer í. Þetta er nágrannaslagur og maður hefur fundið það, í þennan stutta tíma sem ég hef verið í starfi hjá Val, að þetta er stór leikur fyrir stuðningsmenn beggja liða. Leikmenn eru meðvitaðir um það,“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson, íþróttafréttamann, fyrr í dag. Valsmenn sitja í 2.sæti Bestu deildarinnar fyrir leik kvöldsins og hafa unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum í deildinni. KR hefur aftur á móti verið í brasi og er sem stendur í 9.sæti með fjögur stig. „Mínir menn vita að KR hefur verið að spila mun betur heldur en þau stig sem liðið er með. Ég á því von á hörku leik. KR-ingarnir munu mæta dýrvitlausir til leiks. Það er oft þunn lína á milli þess að vinna og tapa leikjum. Það sem hefur kannski vantað upp á hjá KR að undanförnu er að nýta færin, þeir hafa ekki gert það og vonandi verður ekki breyting á því í kvöld. Við ætlum okkur að sækja þessi þrjú stig, það er alveg klárt.“ Valsmenn eru þremur stigum á eftir toppliði Víkings Reykjavíkur og vill Arnar halda pressunni á þeim. „Við viljum halda áfram að elta Víkingana uppi og vitum að við þurfum að eiga topp leik til þess að sækja þessi þrjú stig í kvöld. Við erum búnir að spila heilt yfir mjög vel í þessum fimm leikjum til þessa. Það eina sem við erum ósáttir með eru úrslitin úr leiknum gegn Breiðablik en leikurinn og frammistaðan í þeim leik var mjög góð.“ Að sögn Arnars hefur verið svolítið bras á leikmannahópi Vals varðandi meiðsli en það horfir nú allt til betri vegar. „Við erum á réttri leið þar, erum að fá menn til baka. Ég sagði það fyrir mót að ef við kæmumst í gegnum fyrstu sex til níu umferðirnar með því að geta verið tiltölulega ofarlega í töflunni þá yrði ég bjartsýnn fyrir tímabilinu vegna þess að raðirnar eiga eftir að þéttast hjá okkur. Við verðum bara sterkari eftir því sem á líður. “ Leikur Vals og KR hefst klukkan 19:15 í kvöld. Bein útsending frá Origovellinum hefst klukkan 19:00 á Stöð 2 Sport
Besta deild karla Valur KR Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Sjá meira