Karl krýndur konungur Máni Snær Þorláksson skrifar 6. maí 2023 14:30 Karl konungur og Kamilla drottning veifa af svölunum eftir athöfnina. Getty/WPA Pool Karl þriðji var í dag krýndur konungur Bretlands. Krýningarathöfnin hófst formlega klukkan tíu í morgun en á þriðja þúsund manns var boðið til athafnarinnar. Nokkrir mótmælendur voru handteknir. Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar. Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira
Þá hafði Karli konungi og Kamillu drottningu verið ekið að Westminster Abbey í konunglegum hestvagni. Nákvæmlega klukkutíma síðar færði erkibiskupinn af Kantaraborg krýningarkórónuna, ómetanlegan dýrgrip frá 1661, á höfuð Karls og krýndi hann konung. Aldrei hefur liðið jafnlangur tími á milli krýninga þjóðhöfðinga landsins - síðast var það móðir Karls, Elísabet önnur, sem krýnd var drottning árið 1953. Mikill fjöldi fólks streymdi á götur Lundúnar til að fylgjast með og fagna krýningunni í dag. Þó voru ekki öll sem mættu að hylla konunginn. Samkvæmt AP voru hundruð lýðræðissinna sem mótmæltu krýningunni og kölluðu til að mynda: „Ekki minn konungur.“ Nokkur þeirra hafi verið handtekin. Það var þó ekki bara mikið af fólki á götunum í dag. Fjöldi fólks hefur beðið undanfarna daga fyrir utan Buckingham höll og á götum borgarinnar til að freista þess að sjá konunginn. Íslensk kona er á meðal þeirra sem hittu á konunginn og færði hún honum kveðju. Eins og við var að búast mætti Harry Bretaprins, sonur Karls, einsamall í krýningarathöfnina. Meghan Markle, eiginkona hans, afþakkaði boð í veisluna. Harry sat ekki á fremsta bekk með bróður sínum í athöfninni heldur þurfti hann að sætta sig við að sitja tveimur röðum aftar.
Kóngafólk Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé Sjá meira