Vonsvikinn Hannes ætlar í stjórn ÍSÍ Sindri Sverrisson skrifar 4. maí 2023 15:00 Hannes S. Jónsson hefur ítrekað gagnrýnt ÍSÍ í gegnum tíðina og sækist nú eftir sæti í framkvæmdastjórn sambandsins. Vísir Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands, er á meðal þeirra níu frambjóðenda sem sækjast eftir sæti í framkvæmdastjórn Íþrótta- og ólympíusambands Íslands um helgina. Kosið verður á Íþróttaþingi ÍSÍ á Ásvöllum. Hannes hefur gagnrýnt ÍSÍ ítrekað í gegnum tíðina, þá sem formaður KKÍ, og þá sérstaklega vegna úthlutunar úr afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda. Steininn virtist taka úr í vetur þegar KKÍ var fært niður um flokk á lista afrekssjóðs, með tilheyrandi tekjumissi og þar með færri verkefnum fyrir íslensku körfuboltalandsliðin sem verða ekki með á Smáþjóðaleikunum í lok þessa mánaðar. Hannes hefur ítrekað lýst yfir miklum vonbrigðum yfir þessu og sagt úthlutun ÍSÍ móðgun við íslenskan körfubolta. Nú gæti Hannes verið á leið í framkvæmdastjórn ÍSÍ til að vinna þar með forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, sem var á síðasta Íþróttaþingi kjörinn til fjögurra ára. Alls níu frambjóðendur keppast um sjö laus sæti í framkvæmdastjórninni um helgina. Þar sitja fjórtán manns hverju sinni og er kosið í sjö embætti meðstjórnenda, til fjögurra ára, á tveggja ára fresti. Til að framboð teljist löglegt þarf eitt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag að hafa lýst yfir stuðningi við framboðið, en stjórnarmenn ÍSÍ eru hins vegar ekki fulltrúar þeirra sambanda heldur óháðir. Frambjóðendurnir eru eftirtaldir: Daníel Jakobsson (SKÍ/HSV) Elsa Nielsen (BSÍ/UMSK) Hafsteinn Pálsson (KSÍ/UMSK) Hannes S. Jónsson (KKÍ/UMSK) Hjördís Guðmundsdóttir (KSÍ/ÍBR) Hörður Oddfríðarson (SSÍ/ÍBR) Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (KSÍ/ÍBR) Olga Bjarnadóttir (FSÍ/HSK) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (GSÍ/ÍA) Hafsteinn, Kolbrún Hrund og Olga eiga öll sæti í núverandi framkvæmdastjórn en þaðan víkja Gunnar Bragason, Ingi Þór Ágústsson og Knútur G. Hauksson. Ása Ólafsdóttir sagði sig úr stjórn á miðju kjörtímabili. ÍSÍ Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Hannes hefur gagnrýnt ÍSÍ ítrekað í gegnum tíðina, þá sem formaður KKÍ, og þá sérstaklega vegna úthlutunar úr afrekssjóði ÍSÍ til sérsambanda. Steininn virtist taka úr í vetur þegar KKÍ var fært niður um flokk á lista afrekssjóðs, með tilheyrandi tekjumissi og þar með færri verkefnum fyrir íslensku körfuboltalandsliðin sem verða ekki með á Smáþjóðaleikunum í lok þessa mánaðar. Hannes hefur ítrekað lýst yfir miklum vonbrigðum yfir þessu og sagt úthlutun ÍSÍ móðgun við íslenskan körfubolta. Nú gæti Hannes verið á leið í framkvæmdastjórn ÍSÍ til að vinna þar með forseta ÍSÍ, Lárusi Blöndal, sem var á síðasta Íþróttaþingi kjörinn til fjögurra ára. Alls níu frambjóðendur keppast um sjö laus sæti í framkvæmdastjórninni um helgina. Þar sitja fjórtán manns hverju sinni og er kosið í sjö embætti meðstjórnenda, til fjögurra ára, á tveggja ára fresti. Til að framboð teljist löglegt þarf eitt sérsamband og eitt héraðssamband eða íþróttabandalag að hafa lýst yfir stuðningi við framboðið, en stjórnarmenn ÍSÍ eru hins vegar ekki fulltrúar þeirra sambanda heldur óháðir. Frambjóðendurnir eru eftirtaldir: Daníel Jakobsson (SKÍ/HSV) Elsa Nielsen (BSÍ/UMSK) Hafsteinn Pálsson (KSÍ/UMSK) Hannes S. Jónsson (KKÍ/UMSK) Hjördís Guðmundsdóttir (KSÍ/ÍBR) Hörður Oddfríðarson (SSÍ/ÍBR) Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir (KSÍ/ÍBR) Olga Bjarnadóttir (FSÍ/HSK) Ragnheiður Ríkharðsdóttir (GSÍ/ÍA) Hafsteinn, Kolbrún Hrund og Olga eiga öll sæti í núverandi framkvæmdastjórn en þaðan víkja Gunnar Bragason, Ingi Þór Ágústsson og Knútur G. Hauksson. Ása Ólafsdóttir sagði sig úr stjórn á miðju kjörtímabili.
ÍSÍ Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Körfubolti Fleiri fréttir Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins