„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar“ Máni Snær Þorláksson skrifar 4. maí 2023 10:11 Kristín Heba Gísladóttir kynnti niðurstöður rannsóknarinnar í gær. Vísir/Vilhelm Niðurstöður könnunar Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sýna að nærri helmingur fólks á erfitt með að ná endum saman og fjölgar nokkuð í hópnum milli ára. Einstæðir foreldrar og innflytjendur eru þeir hópar sem koma verst út úr könnuninni. „Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira
„Sá hópur sem stendur langverst eru einstæðir foreldrar. Þeir koma verr út á öllum þeim mælikvörðum sem við notum til að meta fjárhagslega stöðu og hún er mjög slæm. Sama má segja um stöðu innflytjenda, þeir standa mun verr fjárhagslega en þau sem eru innfædd,“ segir Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Kristín segir að í rannsókninni hafi andleg líðan fólks einnig verið skoðuð. Áberandi hafi verið að ungar konur mælist í miklum mæli með slæma andlega heilsu. „Við sjáum líka að einstæðar mæður, ríflega helmingur þeirra er að mælast með slæma andlega líðan og aðeins lægra hlutfall einstæðra feðra. Það er auðvitað áhyggjuefni hversu hátt hlutfall er í ákveðnum hópum fólks.“ Fólk fylgdist með er niðurstöður könnunarinnar voru kynntar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.Vísir/Vilhelm Húsnæðismálin spili stórt hlutverk Kristín segir að helstu áhyggjur þeirra sem mælast með slæma andlega líðan tengist húsnæðismálum. „Við sjáum að til dæmis eins og einstæðir foreldrar og innflytjendur eru í mun meiri mæli á leigumarkaði og hinum almenna leigumarkaði, þar sem húsnæðiskostnaður er oft gríðarlega hár,“ segir hún. „Það skapar auðvitað áhyggjur af afkomu sem geta auðvitað smitast yfir í hvernig fólki líður.“ Þá bendir Kristín á að forysta verkalýðshreyfingarinnar hér á landi hefur ítrekað kallað eftir aðgerðum í húsnæðismálum. „Þær kröfur standa enn,“ segir hún. „Við teljum að ef staðan á húsnæðismarkaði væri betri að þá myndi það smitast yfir í betri fjárhagsstöðu og vonandi betri líðan. Það væri óskastaðan.“ Hægt er að nálgast skýrslu Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Staða_launafólks_á_Íslandi_2023PDF1.6MBSækja skjal
Fjármál heimilisins Húsnæðismál Leigumarkaður Kjaramál Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Sjá meira