Stjörnukokkar gegn sjókvíaeldi Jakob Bjarnar skrifar 4. maí 2023 09:00 Kokkar sem vilja vara við sjókvíaeldi, réttsælis frá hægri að ofanverðu talið: Erla Þóra Bergmann Pálmadóttir, Hákon Már Örvarsson, Róbert Ólafsson, Sigurður Lárus Hall, Þráinn Freyr Vigfússon, Snædís Xyza Mae Ocampo, Sturla Birgisson og Hrefna Sætran. Hópur þekktra matreiðslumeistara hafa tekið höndum saman og hvetja til sniðgöngu á laxi úr sjókvíaeldi. Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið. Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira
Þeir munu í dag láta til sín taka víða á samfélagsmiðlum með skilaboð sín – að þeir bjóði ekki upp á eldislax úr sjókvíum á veitingastöðum sínum. Og hvetja aðra til að gera slíkt hið sama. Hópinn má sjá á myndinni hér ofar en gert er ráð fyrir því að fleiri bætist í hópinn. Skilaboðin eru hluti af herferð sem Íslenski náttúruverndarsjóðurinn og (IWF) og Verndarsjóður villtra laxastofna (NASF) standa fyrir. Bakhjarl átaksins er stórfyrirtækið Patagonia. Tilgangurinn sé sá að hvetja neytendur og veitingahús til að taka sjókvíaeldislax af matseðlinum. Vilja ekki bjóða upp á lax úr sjókvíaeldi „Við erum að opna nýja vefsíðu þar sem farið er lið fyrir lið yfir skaðleg áhrif sjókvíaeldisiðnaðarins á umhverfið og lífríkið,“ segir Jón Kaldal talsmaður IWF í samtali við Vísi. Að sögn Jóns hafa reyndar fjölmörg veitingahús þegar stigið það skref og fyrir alllöngu. „Matreiðslumeistarar þaðan eru núna að leggja enn frekar sitt af mörkum við hjálpa okkur að vekja athygli á þessu mikilvæga málefni. Í hópnum eru margir af frægustu kokkum þjóðarinnar, Michelinstjörnuhafar, þrautreyndir keppendur úr Bocuse d’Or, sem er hin sanna heimsmeistarakeppni í matreiðslu, og kokkalandsliðsfólk. Öll eiga þau það sameiginlegt að hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu með því að bjóða ekki upp á lax úr opnu sjókvíaeldi.“ Jón Kaldal hefur verið óþreytandi í baráttu gegn sjókvíaeldi og hefur gert eldismönnum gramt í geði. Fastlega má gera ráð fyrir því að þetta nýja útspil fari fyrir brjóstið á þeim þó svo að megnið af framleiðslunni sé flutt úr landi.vísir/vilhelm Jón segir þá sem að átakinu standi hvetja fólk til að svipast um á veitingahúsum og í verslunum eftir bláum gluggamiða með skilaboðum um að þar sé aðeins boðið upp á lax úr sjálfbæru landeldi. Eða hreinlega spyrja hvaðan laxinn kemur áður en matur er pantaður. Er að gera eldismenn gráhærða Jón hefur farið mikinn undanfarin misseri fyrir hönd IWF í baráttu gegn sjókvíaeldi og er allt annað en vinsæll í herbúðum eldismanna. Segja má að honum hafi orðið vel ágengt með sinn málstað en á undanförnum þremur mánuðum hafa þrjú könnunarfyrirtæki kannað afstöðu þjóðarinnar til sjókvíaeldis á laxi og niðurstöðurnar verið afgerandi. „Um 60 prósent þátttakenda segjast vera neikvæð í garð þessa iðnaðar. Þetta eru þrisvar til fjórum sinnum fleiri en segjast vera jákvæð,“ segir Jón. Spurður hvort nú eigi að láta kné fylgja kviði með kokkana segir hann verk að vinna. „En mér finnst niðurstaða í þessum skoðanakönnunum vera frábær vitnisburður um þjóðina. Fólk hefur kynnt sér málin og vill ekki styðja þessu skaðlegu framleiðsluaðferð fyrir umhverfið og lífríkið þar sem ömurlega er farið með eldislaxana.“ Jón bendir á að á síðunni sé að finna lista yfir veitingastaði og verslanir þar sem neytendur gengið að því að vísu að ef lax er í boði þá kemur hann úr landeldi. Sú aðferð við eldið tryggi að frárennsli frá starfseminni sé hreinsað áður en það fer í umhverfið og hvorki fiskur, sníkjudýr né sjúkdómar renna viðstöðulaust í hafið.
Sjókvíaeldi Félagasamtök Matvælaframleiðsla Veitingastaðir Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Sjá meira