Handtekni blaðamaðurinn dæmdur í átta ára fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. maí 2023 13:27 Roman Prótasevits var handtekinn í flugvél Ryanair í maí 2021. Vísir/EPA Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur og blaðamaður, sem var handtekinn eftir að flugvél sem hann var farþegi í var þvinguð til að lenda í Minsk, hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi. Hann mun afplána dóm sinn í fangabúðum. Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Handtaka Romans Protasevich vakti heimsathygli þegar flugvél Ryanair, sem hann var um borð í og var á leið frá Aþenu til Litháen, var látin lenda í Hvíta-Rússlandi 23. maí 2021. Hann og kærasta hans Sofía Sapega voru handtekin um borð í vélinni. Protasevich var eftirlýstur vegna mótmæla sem hann skipulagði gegn Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands. Frá handtöku þeirra hafa stjórnvöld birt myndbönd af parinu þar sem þau játa á sig meinta glæpi. Marga grunar að parið hafi verið neytt til að lesa upp yfirlýsingarnar. Í viðtali hrósaði Protasevich til að mynda Lúkasjenka fyrir „stálhreðjar“ hans og sagðist hafa haft ranga skoðun á forsetanum. Mál Protasevich varð til þess að hvítrússneskum flugfélögum var bannað að fljúga í lofthelgi Evrópusambandsins og Bretlands. Það bann er enn í gildi. Þá var gripið til harðra viðskipta- og efnahagsþvingana gegn landinu. Lúkasjenka hefur setið á forsetastóli í Hvíta-Rússlandi frá árinu 1994 og eru vísbendingar um að Lúkasjenka og stuðningsmenn hans hafi beitt víðtæku kosningasvindli til að tryggja að hann héldi völdum þegar forsetakosningar voru haldnar árið 2020. Ítarleg umfjöllun Vísis um forsetakosningarnar, aðdraganda þeirra og það sem fylgdi á eftir má lesa hér: Protasevich var í dag sakfelldur af héraðsdómi í Minsk fyrir ýmsa glæpi í tengslum við störf hans sem blaðamaður og ristjóri Nexta, fréttarásar á samfélagsmiðlinum Discord, sem var mjög gagnrýnin á stjórn Lúkasjenka. Meðal þess sem hann var sakfelldur fyrir var að skipuleggja fjöldamótmæli og óeirðir, fyrir að tala fyrir viðskiptaþvingunum gegn Hvíta-Rússlandi, fyrir að stofna og leiða öfgasamtök og fyrir að skipuleggja valdarán. Sofía Sapega, kærasta Protasevich, var í maí í fyrra sakfelld fyrir að stuðla að óeiningu og var dæmd í sex ára fangelsi fyrir. Þá var Stepan Putilo, sem stofnaði Nexta með Protasevich á sínum tíma, dæmdur í tuttugu ára fangelsi í gær. Putilo er þó í útlegð í Póllandi.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53 Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Kærasta handtekna blaðamannsins dæmd í sex ára fangelsi í Hvíta-Rússlandi Sofia Sapega, kærasta hvítrússneska blaðamannsins Romans Prótasevits, var dæmd í sex ára fangelsi fyrir að ala á „samfélagslegu hatri“ í heimalandi sínu í gær. Heimsathygli vakti þegar hvítrússnesk stjórnvöld neyddi farþegaflugvél sem parið var farþegar í til að lenda í fyrra. 6. maí 2022 11:53
Hvítrússneskur stjórnarandstæðingur finnst hengdur í almenningsgarði Maður sem fór fyrir hóp sem aðstoðar fólk við að hefja nýtt líf eftir að hafa flúið Belarús (Hvíta-Rússland) hefur fundist látinn í almenningsgarði í Kíev í Úkraínu. 3. ágúst 2021 08:02
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21