„Hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. maí 2023 10:01 Orri Freyr Þorkelsson í leik gegn Vardar í Meistaradeild Evrópu. epa/GEORGI LICOVSKI Orri Freyr Þorkelsson segir enn óvíst hvar hann spilar á næsta tímabili. Hann hefur leikið með Elverum í Noregi undanfarin tvö ár. Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu. Norski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis vill portúgalska félagið Sporting, sem vann Evrópudeildina í fyrra, fá Orra eftir tímabilið. Hann vildi þó lítið gefa upp aðspurður um áhugann frá Portúgal. „Ég get voða lítið sagt. Mín mál eru í vinnslu hvað næsta tímabil varðar. Ég er í þeirri stöðu að ég get í raun ekkert sagt. Tíminn verður að leiða í ljós hvað gerist,“ sagði Orri í samtali við Vísi í dag. Samningur hans við Elverum rennur út eftir tímabilið. Orri gekk í raðir Elverum frá Haukum 2021 og varð tvöfaldur meistari með norska liðinu á síðasta tímabili. Þá hefur hann spilað með því í Meistaradeild Evrópu. Mikill lærdómur „Tíminn hérna úti hefur verið lærdómsríkur. Ég hef tekist á við margar áskoranir og það hafa líka verið góðar stundir. Við unnum alla titlana í fyrra en þetta er erfiðara núna. Það hefur ekki gengið eins vel og maður vonaðist eftir í deildinni en stundum vinnur maður og stundum tapar maður. Við lentum í 2. sæti í deild og bikar en svo byrja undanúrslitin á laugardaginn,“ sagði Orri en Elverum mætir Nærbo í undanúrslitunum. „Heilt yfir hefur maður lært mikið á þessu. Það er margt sem ég er sáttur með og annað sem ég hefði viljað að hefði farið betur. En ég hef klárlega bætt mig sem leikmaður og þetta hefur gengið vel verð ég að segja.“ Alltaf klókt að koma hingað Orri segist spila þrjátíu mínútur í hverjum leik, á móti hinum rétthenta hornamanni Elverum, Norðmanninum Sindre Heldal. Orri hefur verið viðloðandi íslenska landsliðið að undanförnu og lék meðal annars með því á EM 2022.epa/Henning Bagger „Á síðasta tímabili spilaði ég minna í Meistaradeildinni en hef verið í föstu hlutverki allt þetta tímabil á móti Sindre og spila þrjátíu mínútur í öllum leikjum. Það er góð reynsla og mjög gaman að hafa fengið að taka þátt í Meistaradeildarleikjum. Það var alltaf klókt skref að koma hingað, sérstaklega hvað varðar Evrópuleikina,“ sagði Orri. Samkeppnin við Kolstad Sem fyrr sagði vann Elverum allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. Fyrir þetta tímabil fékk liðið hins vegar samkeppni frá ofurliði Kolstad sem hefur sankað að sér öflugum leikmönnum, meðal annars íslensku landsliðsmönnunum Janusi Daða Smárasyni og Sigvalda Guðjónssyni. Ekki veikist Kolstad á næsta tímabili enda bætast þá meðal annars norsku stórstjörnurnar Sander Sagosen og Magnus Röd. Kolstad varð bikarmeistari og tapaði aðeins einum af 22 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni. „Þeir eru með mjög góða leikmenn. Íslensku strákarnir eru frábærir, svo komu fleiri og það voru góðir leikmenn fyrir. Okkur hefur ekki enn tekist að vinna þá og þetta breytti þessu. Sömuleiðis urðu miklar breytingar á okkar liði frá því í fyrra og stöðugleikinn hefur ekki fundist. En það verður áhugavert að fylgjast með því hvernig þetta þróast hérna í Noregi næstu árin,“ sagði Orri að endingu.
Norski handboltinn Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Allt jafnt fyrir þriðju lotu Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Fleiri fréttir Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Sjá meira