Kviknaði í húsi sama eiganda í höfninni fyrir fjórum árum Kolbeinn Tumi Daðason og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 2. maí 2023 14:32 Þessi mynd var tekin í Hafnarfjarðarhöfn í morgun. Húsnæðið er rústir einar. Vísir/Vilhelm Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. Annað húsnæði við höfnina í eigu sama aðila brann fyrir fjórum árum. Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi. Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Tilkynning um eld í gömlu húsu húsnæði sem hýsti vélsmiðju og slipp við Hafnarfjarðarhöfn barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Allt tiltækt lið slökkviliðs var kallað út og segir aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu sem rætt var við á vettvangi að strax hafi verið ljóst að eldurinn væri gríðarlega umfangsmikill. „Við sáum það nú strax þegar við lögðum af stað frá slökkvistöðinni í Hafnarfirði að það var stórt svart ský yfir bænum, Það var mestur eldur fyrir miðju húsi og þetta gerðist mjög hratt og húsið varð alelda á nokkrum mínútum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu á vettvangi brunans í gærkvöldi. Fjöldi fólks var samankominn við höfnina til þess að fylgjast með slökkvistörfum, nokkur hundruð manns þegar mest lét. „Við létum færa fólkið strax í byrjun. Það voru ansi margir áhorfendur komnir nálægt en við fengum lögreglu til þess að ýta þem lengra frá, vegna þess að við vissum að það væru gaskútar þarna inni og nokkrir voru búnir að springa nú þegar,“ sagði Gunnlaugur. Haraldur Reynir Jónsson, einn systkinanna sem kennd eru við útgerðarfyrirtækið Sjólaskip, er eigandi hússins. Takmörkuð starfsemi var í húsinu sem til stóð að rífa. Húsið stendur á lóð sem er verið að endurskipuleggja. Fréttastofa hefur ekki náð tali af Haraldi í dag en hann er erlendis. Hann vildi ekki veita fréttastofu Ríkisútvarpsins viðtal í dag á meðan málið væri í rannsókn. Hann nefndi við RÚV að þó að húsið hefði að stórum hluta verið ónýtt hefðu tvö fyrirtæki haft starfsemi í öðrum hluta hússins, annars vegar vélsmiðja og hins vegar fyrirtæki sem nýti rýmið sem geymslu. Slökkvistörfum lauk klukkan þrjú í nótt og mun tæknideild lögreglu rannsaka vettvang í dag. Eldsupptökk liggja ekki fyrir. Tæp fjögur ár eru liðin síðan stórbruni varð í öðru húsnæði á næstu grösum við Hafnarfjarðarhöfn. Um var að ræða á annað þúsund fermetra hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Fornubúðum í Hafnarfirði. Húsnæðið var sömuleiðis í eigu Haraldar. Altjón varð hjá tveimur fyrirtækjum en ekkert benti til þess að eldurinn hefði komið upp með saknæmum hætti. Haraldur Reynir taldi tjónið í því tilfelli hafa numið hundruðum milljóna. Gríðarleg uppbyggin er fyrirhuguð í Hafnarfjarðarhöfn á næstu árum eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Blönduð byggð er fyrirhuguð á Fornubúðum þar sem íbúðarhúsum verður blandað inn í atvinnuhverfi.
Hafnarfjörður Lögreglumál Bruni í Drafnarslipp Tengdar fréttir Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33 Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Slökkvistörfum lokið og tæknirannsókn fyrirhuguðu í dag Slökkvistörfum við Hafnarfjarðarhöfn lauk klukkan þrjú í nótt, eftir að eldur kom upp í húsnæði sem til stóð að rífa. Ekkert liggur fyrir um eldsupptök en tæknirannsókn lögreglu fer fram í dag. 2. maí 2023 06:33
Ekki ljóst hvort húsið hafi verið mannlaust Gunnlaugur Jónsson aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir slökkviliði ekki kunnugt um það hvort einhver hafi verið í húsinu sem brann í stórbruna við Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. Slökkvistörfum mun ekki ljúka fyrr en í nótt og eru íbúar beðnir um að loka gluggum ef til þarf vegna reyksins. 1. maí 2023 22:23