Charles Leclerc gæti komið í stað Lewis Hamilton Jón Már Ferro skrifar 2. maí 2023 15:31 Lewis Hamilton og Charles Leclerc í aðdraganda kappakstursins í Jeddah, Sádi-Arabíu, í mars síðastliðnum. Getty/Eric Alonso Toto Wolff, framkvæmdarstjóri Mercedes, segir að Charles Leclerc, ökuþór Ferrari, sé undir smásjá liðsins. Samningsviðræður Mercedes og Lewis Hamilton ganga illa. Samningur Hamilton, helsta ökuþórs Mercedes og sjöfalds heimsmeistara, rennur út eftir yfirstandandi tímabil, en hann hefur gagnrýnt þróunina á bifreið Mercedes. Bílaframleiðandinn stefnir á að gera bílinn betri og Hamilton segist ekki geta beðið eftir uppfærslunni í aðdraganda Molina kappakstursins á Ítalíu 21. maí næstkomandi. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því að Leclerc hefði rætt við Mercedes en Leclerc neitaði fyrir það síðastliðin fimmtudag og sagði að enn þá hefðu engar viðræður átt sér stað. Jafnframt segist hann vera einbeittur að því að gera vel fyrir Ferrari og virða samning sinn við bílaframleiðandann. The rumours are already flying! Mercedes F1 boss Toto Wolff has admitted Charles Leclerc is "on his radar" but "not for the short and medium-term" future. #AzerbaijanGP #BBCF1 pic.twitter.com/MqFWA6RNtp— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2023 Samningur Leclerc við Ferrari rennur út á næsta ári en framtíð hans gæti ráðist á næstunni. „Það er enginn sem efast um gæði Charles og hann er frábær náungi. Hann er hundrað prósent skuldbundinn Ferrari og við erum hundrað prósent skuldbundnir því að skrifa undir við Lewis,“ segir Toto Wolff. Leclerc endaði í öðru sæti ökuþóra í fyrra, á eftir heimsmeistaranum, Max Verstappen. Leclerc hefur nítján sinnum endað á ráspól á ferli sínum í Formúlu 1, einu sinni oftar en Verstappen. Margir sérfræðingar telja Leclerc vera besta og hraðasta ökuþórinn en oftar en ekki voru slæmar ákvarðanir Ferrari sem komu í veg fyrir að hann hafi unnið fleiri keppnir á síðasta tímabili. Akstursíþróttir Tengdar fréttir Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01 Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Samningur Hamilton, helsta ökuþórs Mercedes og sjöfalds heimsmeistara, rennur út eftir yfirstandandi tímabil, en hann hefur gagnrýnt þróunina á bifreið Mercedes. Bílaframleiðandinn stefnir á að gera bílinn betri og Hamilton segist ekki geta beðið eftir uppfærslunni í aðdraganda Molina kappakstursins á Ítalíu 21. maí næstkomandi. Fjölmiðlar á Ítalíu greindu frá því að Leclerc hefði rætt við Mercedes en Leclerc neitaði fyrir það síðastliðin fimmtudag og sagði að enn þá hefðu engar viðræður átt sér stað. Jafnframt segist hann vera einbeittur að því að gera vel fyrir Ferrari og virða samning sinn við bílaframleiðandann. The rumours are already flying! Mercedes F1 boss Toto Wolff has admitted Charles Leclerc is "on his radar" but "not for the short and medium-term" future. #AzerbaijanGP #BBCF1 pic.twitter.com/MqFWA6RNtp— BBC Sport (@BBCSport) April 30, 2023 Samningur Leclerc við Ferrari rennur út á næsta ári en framtíð hans gæti ráðist á næstunni. „Það er enginn sem efast um gæði Charles og hann er frábær náungi. Hann er hundrað prósent skuldbundinn Ferrari og við erum hundrað prósent skuldbundnir því að skrifa undir við Lewis,“ segir Toto Wolff. Leclerc endaði í öðru sæti ökuþóra í fyrra, á eftir heimsmeistaranum, Max Verstappen. Leclerc hefur nítján sinnum endað á ráspól á ferli sínum í Formúlu 1, einu sinni oftar en Verstappen. Margir sérfræðingar telja Leclerc vera besta og hraðasta ökuþórinn en oftar en ekki voru slæmar ákvarðanir Ferrari sem komu í veg fyrir að hann hafi unnið fleiri keppnir á síðasta tímabili.
Akstursíþróttir Tengdar fréttir Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01 Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16 Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Leclerc á ráspól í Aserbaídsjan Charles Leclerc á Ferrari verður á ráspól þegar farið verður af stað í Bakú í Aserbaídsjan í Formúlu 1 á morgun. Tvöfaldi heimsmeistarinn Max Verstappen ræsir annar, en þetta verður þriðja árið í röð sem Leclerc ræsir fremstur í Bakú. 29. apríl 2023 09:01
Óvissa uppi varðandi framtíð Hamilton hjá Mercedes Samningur sjöfalda Formúlu 1 heimsmeistarans Lewis Hamilton við Mercedes rennur út eftir yfirstandandi tímabil og enn virðist ekkert bóla á nýjum samningi. Þrátt fyrir yfirlýsingar ökumannsins og liðsstjóra Mercedes hafa sögusagnir um mögulegt brotthvarf Hamilton frá þýska risanum bara orðið háværari eftir því sem vikurnar líða. 19. apríl 2023 17:16