Vilja að Klopp verði refsað og leggja til frádrátt stiga Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2023 10:00 Jürgen Klopp átti ýmislegt vantalað við dómara leiksins eftir 4-3 sigurinn gegn Tottenham á sunnudag. Getty/Peter Byrne Chris Sutton, sérfræðingur BBC, og stuðningssamtök knattspyrnudómara í Bretlandi eru meðal þeirra sem kallað hafa eftir því að Jürgen Klopp verði úrskurðaður í bann fyrir hegðun sína um helgina. Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni. Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Klopp fékk gult spjald í hinum dramatíska 4-3 sigri Liverpool gegn Tottenham á Anfield á sunnudaginn, eftir að hafa fagnað sigurmarki Diogo Jota fyrir framan fjórða dómara leiksins. Markið kom seint í uppbótartíma, rétt eftir að Tottenham hafði jafnað metin, og meiddist Klopp einnig í læri í fögnuðinum. Eftir leik sagðist svo Klopp telja að aðaldómara leiksins, Paul Tierney, væri í nöp við Liverpool, og að Tierney hefði látið orð falla sem að væru ekki í lagi. Enska dómarasambandið fann sig knúið til að senda út yfirlýsingu þar sem fram kom að búið væri að fara yfir hljóðupptöku Tierney úr leiknum og að hann hefði reynst fagmannlegur í sínu starfi. „Hann [Klopp] ætti að fara í bann frá boðvangnum vegna þess hvernig hann hagaði sér á hliðarlínunni,“ sagði Sutton í þætti BBC Radio 5 í gærkvöld. „Ég held að sekt dugi ekki til. Hann hefur gert þetta áður. Þetta er stórmál. Það voru þjálfarar og börn að horfa sem núna halda að það sé í lagi að hlaupa að dómara og smána hann. Að mínu mati ætti Klopp að fara í bann. Hann veit að hann á ekki að haga sér svona,“ sagði Sutton. Martin Cassidy hjá stuðningssamtökum knattspyrnudómara í Bretlandi (e. Ref Support UK) tók í sama streng. Cassidy, sem er stuðningsmaður Liverpool, vill að notast verði við stigafrádrátt fyrir hegðun eins og þá sem Klopp sýndi. „Við teljum að bannið ætti að vera að minnsta kosti þrír leikir,“ sagði Cassidy við BBC Sport. „Við teljum líka að knattspyrnusambandið ætti að skoða það að notast við stigafrádrátt á öllum stigum gagnvart þeim sem að reglulega fara yfir strikið gagnvart dómurum leiksins,“ sagði Cassidy. Klopp fékk eins leiks bann eftir að honum var vísað af velli gegn Manchester City í október, auk 30.000 punda sektar, og var þá varaður við því að þurfa að haga sér betur í framtíðinni.
Enski boltinn Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira