Lárus: „Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk“ Siggeir Ævarsson skrifar 30. apríl 2023 21:52 Lárus Jónsson, þjálfari Þórs. Vísir/Bára Dröfn Valsarar unnu frábæran sigur á Þór í 4-liða úrslitum Subway-deildar karla og jöfnuðu einvígið í 2-2. Lárus Jónsson þjálfari Þórs var með einfalt og skýrt svar um það hvað hefði farið úrskeiðis hjá hans mönnum. „Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“ Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
„Sóknarfráköst hjá Val. Þeir fá annan séns trekk í trekk. Þrátt fyrir að við höfum verið að byrja leikinn vel þá voru þeir að halda sér inni í leiknum á brauðmolunum. Vörnin hjá okkur í 2. leikhluta var hrikalega slök. Náðum svona aðeins að loka fyrir sóknarfráköstin í seinni hálfleik en þeir voru bara komnir á bragðið. Farnir að hitta vel og því fór sem fór.“ Lárusi hefur verið tíðrætt um það sem hann kallar „Þórskörfubolta“, sem einkennist af baráttu og ákefð. Það örlaði ekki mikið á slíkum leik hjá hans mönnum í kvöld, í það minnsta ekki í 2. leikhluta þegar Valsmenn lögðu grunninn að sigrinum. „Boltinn var lítið að fljóta. Sérstaklega í 2. leikhluta. Svo um leið og við látum bolta aðeins fljúga okkar á milli í seinni hálfleik þá fannst mér ég aðeins kannast við okkur.“ „Við vorum með færri varnarfráköst en þeir sóknarfráköst. Við spiluðum á sama mannaskap í seinni hálfleik og við náðum tíu sóknarfráköst í seinni hálfleik, þannig að þetta snýst um baráttuna.“ Jordan Semple spilaði aðeins tæpar tíu mínútur í kvöld og var klárlega ekki í standi til að spila. Lárus var ómyrkur í máli um stöðuna á Semple og hvers vegna svona er komið fyrir honum. „Það er búið að kippa honum út. Menn hræddir við samkeppni, búið að kippa honum úr liðnum. Þessum leikmanni hjá Val er búið að takast sitt ætlunarverk, að fá aðeins að vaða uppi. Íslenskir dómarar verða aðeins að skoða það.“ Leikmaðurinn sem Lárus talar um í þessu samhengi er Kristófer Acox, en ekkert var dæmt á þetta umdeilda atvik í síðasta leik og virðist málinu einfaldlega vera lokið að mati dómaranefndar. „Dómaranefnd mat þetta ekki svo alvarlegt. En það er víst annað hjá FIBA dómaranefndinni, þeir telja að þetta sé alvarlegt atvik og hann hefði átt að fá brottvísun.“ Lárus var þrátt fyrir svekkjandi tap nokkuð brattur fyrir oddaleikinn á þriðjudaginn. „Bara „recovery“ á morgun og fara yfir þennan leik. Hvað við getum bætt, það er augljóst, það eru bara fráköstin. Svo förum við í oddaleik. Við erum búnir að taka einn oddaleik svo að við kunnum að vera í þessum aðstæðum.“
Subway-deild karla Valur Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40 Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorlákshöfn - Valur 94-103 | Íslandsmeistararnir knúðu fram oddaleik Eftir frábæra byrjun Þórsara unnu Íslandsmeistarar Vals nokkuð sanngjarnan endurkomusigur er liðin mættust í fjórða leik undanúrslitaeinvígis Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 94-103 og við erum á leið í oddaleik. 30. apríl 2023 22:40