Íbúum fjölgar og fjölgar í Hveragerði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2023 14:31 Ein flottasta sundlaug landsins er í Hvergerði, Laugaskarð. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Hvergi á landinu hefur verið jafn mikil fjölgun hlutfallslega af íbúum eins og í Hveragerði síðustu tvö árin eða um sjö prósent“. Þetta segir Geir Sveinsson, bæjarstjóri um leið og hann ítrekar að vaxtarverkir fylgi slíkri fjölgun því allir innviðir bæjarfélagsins þurfi að vera í lagi. Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira
Íbúum Hveragerðisbæjar hefur fjölgað ört síðustu ár og eru nú komnir upp í þrjú þúsund og tvö hundruð manns. Ný hverfi hafa verið byggð og mikil umsvif þegar sala lóða er annars vegar. Geir Sveinsson, sem er nýr bæjarstjóri í Hveragerði, segir bæinn pínu falda perlu. „Fólk er að átta sig á því og jú, smitast kannski að einhverju leyti á því ástandi, sem er á höfuðborgarsvæðinu vegna skorts á húsnæði. En fólk er að átta sig, það er stutt yfir heiðina og fólk finnur það að koma hingað að það er í takt við náttúruna og þetta er fjölbreytilegt, sem er í bænum. Fólk er kannski að sækja í þetta og það hefur verið að gerast. Og það hefur ekki verið jafn mikil fjölgun nokkurs staðar á landinu eins og í Hveragerði hlutfallslega síðustu tvö ár,“ segir Geir. En er hann með einhverjar tölur? „Já, þetta eru sirka sjö prósent, sem er að fjölga um hérna síðustu tvö árin og enn er að fjölga.“ Geir segir að alltaf fylgi vaxtarverkir svona mikilli íbúafjölgun enda þurfi allir innviðir og annað að vera í takt við íbúafjölgunina. Geir Sveinsson, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er að finna sig vel í nýja starfinu en hann hefur aldrei verið bæjarstjóri áður.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á Hveragerðisbær nóg land fyrir fleiri nýjar íbúðalóðir og þar með nýja íbúa? „Það er kannski það, sem Hveragerði er kannski ekki þekktast fyrir að eiga nóg land en við eigum það þó alveg. Hveragerði hefur verið frekar strjálbýlt í gegnum tíðina og við ætlum að reyna að halda því. Sérkenni Hveragerðis er lágreist byggð og við viljum reyna að halda í það sömuleiðis en það eru samt sóknarfæri innan bæjarins. Svona gróft þá erum við búin að gera áætlun upp á fjögur hundruð til fimm hundruð íbúðir, sem mögulegt er að koma upp innan Hveragerðis á ekki svo löngum tíma,“ segir Geir. Geir mætti með fjölskyldu sína á opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum í Ölfusi á sumardaginn fyrsta þar sem umhverfisverðlaun Hveragerðisbæjar voru meðal annars afhent.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Mannfjöldi Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Sjá meira