Verða passa sig á útivallargrýlunni sem hefur oft strítt strákunum okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. apríl 2023 13:31 Bjarki Már Elísson skorar í fyrri leiknum á móti Ísrael. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í handbolta spilar í dag mikilvægan útileik á móti Ísrael í undankeppni Evrópumótsins. Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Með sigri í kvöld tryggir íslenska liðið sér endanlega sæti á sínu þrettánda Evrópumóti í röð og stígur um leið stórt skref í átt að því að vinna riðilinn og tryggja sér sæti í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla lokakeppninnar. EM-sætið er ekki enn tölfræðilega tryggt því bæði Ísrael og Eistland gætu náð sætinu af íslenska liðinu í síðustu tveimur umferðunum. Þessi leikur á móti Ísrael er auðvitað samt svokallaður skyldusigur og þrátt fyrir að það vanti mikilvæga leikmenn í íslenska liðið þá á Ísland að vinna Ísrael í handbolta. Leikurinn fer hins vegar fram í Tel Aviv og útivallargrýlan hefur strítt strákunum okkar í síðustu undankeppnum. Íslenska liðið steinlá með fimm mörkum í síðasta útileik á móti Tékkum en sýndu svo sitt rétta andlit með því að vinna Tékka með níu marka mun í Laugardalshöllinni. Þarna erum við að tala um fjórtán marka sveiflu á nokkrum dögum. Karlalandsliðið hefur aðeins unnið 4 af 14 útileikjum sínum í síðustu fimm undankeppnum Evrópumótsins. Það gerir aðeins 29 prósent leikjanna. Á sama tíma hefur liðið unnið þrettán af fjórum heimaleikjum sínum í sömu keppnum. Af þessum fjórtán útileikjum hafa sjö tapast. Íslenska liðið hefur tapað í Litháen, í Portúgal, í Úkraínu, Í Norður-Makedóníu, í Svartfjallalandi og svo tvisvar í Tékklandi á þessum tíma. Árin þar á undan töpuðust útileiki í Austurríki og í Hvíta-Rússlandi auk þess að liðið hefur undanfarin ár tapað stigum á útivelli á móti Grikklandi, Serbíu og Norður-Makedóníu. Þökk sé frábærri frammistöðu í leikjum sínum á Íslandi hefur íslenska liðið ávallt náð að tryggja sig inn á Evrópumótið. Þessi tölfræði ætti hins vegar að koma okkar strákum upp á tærnar því það dugir ekkert einbeitingaleysi eða vanmat í þessum leik í dag. Þá gæti úitvallargrýlan bitið strákana einu sinni enn. Leikurinn hefst klukkan 16.00 og verður fylgst með honum í beinni textalýsingu hér inn á Vísi. Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Heimaleikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 13 sigurleikir 0 jafntefli 1 tapleikur 33,4 mörk skoruð í leik 23,5 mörk fengin á sig í leik 93 prósent leikja hafa unnist -- Útileikir Íslands í undankeppni EM frá og með EM 2016: 14 leikir 4 sigurleikir 3 jafntefli 7 tapleikir 26,9 mörk skoruð í leik 25,3 mörk fengin á sig í leik 29 prósent leikja hafa unnist
Landslið karla í handbolta EM 2024 í handbolta Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira