„Langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta“ Jón Már Ferro skrifar 28. apríl 2023 09:01 Sigrún Ella Einarsdóttir (númer 28) eftir 3-0 sigur gegn Ísrael árið 2014 í undankeppni HM. Vísir/Andri Marinó „Ég var eiginlega bara hætt þangað til að Stjarnan talaði við mig. Það er erfitt að slíta sig frá þessu svo þetta var óvænt ánægja,“ segir hin 31 árs gamla, Sigrún Ella Einarsdóttir, sem er gengin í raðir Stjörnunnar á nýjan leik. Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni. Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Sigrún eignaðist sitt annað barn fyrir níu mánuðum en fyrir á hún þriggja ára gamalt barn. Börnin hennar og aðrar konur sem hafa snúið til baka í fótbolta eftir barnsburð, hafa gefið henni mikinn drifkraft í endurkomunni. „Mig langaði að koma til baka og sýna börnunum mínum að ég geti þetta. Maður hefur séð fullt af flottum fótboltakonum eins og Málfríði Ernu, Sif Atladóttur, Jasmíni Erlu og Katrínu Ásbjörnsdóttur sem eru allar með börn, hafa komið til baka og staðið sig fáránlega vel. Það var aðalástæðan og að sanna fyrir sjálfri mér að ég gæti það.“ Sigrún er sóknarsinnaður miðjumaður og á að baki 116 leiki í efstu deild og skorað í þeim 21 mark fyrir Stjörnuna og FH. Einnig hefur hún leikið tvo A-landsleiki og níu leiki fyrir yngri landslið Íslands. „Þegar manni líður vel og maður sér fyrir sér að geta komið til baka. Af hverju ekki að láta á það reyna? Þetta er allur líkaminn sem fer í allt annað hlutverk,“ segir Sigrún aðspurð um endurkomuna í fótbolta eftir barnsburð. Þrátt fyrir að hafa ekki spilað síðan fyrir tveimur árum með FH í Lenggjudeildinni, þegar hún spilaði átján leiki og skorað fimm mörk, var hún spennt fyrir að taka skóna fram að nýju. „Stjarnan hafði samband við mig á laugardaginn og boltinn fór að rúlla ansi hratt.“ Sigrún setur stefnuna á að spila með Stjörnunni í Bestu deildinni í sumar en mun ekki stíga inn á völlinn alveg strax eins og gefur að skilja eftir barnsburð. „Við ætlum að taka fjórar til sex vikur í þetta áður en ég fer að spila eitthvað. Ég þarf að byggja mig upp og koma mér í stand. Það liggur ekkert þannig á að fara spila því þær eru með frábæran hóp,“ segir Sigrún um nýju liðsfélaga sína. „Ég er að koma mér af stað aftur og Stjarnan hafði samband. Mér fannst það mjög spennandi vegna þess að það er mitt fyrrum félag. Ég ákvað að taka slaginn með þeim,“ segir Sigrún. Stjörnunni er spáð íslandsmeistaratitlinum en tapaði á miðvikudag gegn Þór/KA, 0-1, í fyrstu umferð. Næsti leikur liðsins er gegn ÍBV á þriðjudaginn 2. maí klukkan 18:00 í Bestu deildinni.
Stjarnan Besta deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55 Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þór/KA 0-1 | Gestirnir jarðtengdu Stjörnuna Þór/KA gerði sér lítið fyrir og vann Stjörnuna í 1. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Stjörnukonum er spáð fyrsta sætinu af íþróttadeild Vísis en það skipti norðankonur ekki neinu máli í kvöld. 26. apríl 2023 19:55