„Raunveruleikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. apríl 2023 23:02 Pep er ávallt líflegur á hliðarlínunni. Alex Livesey/Getty Images Þrátt fyrir 4-1 sigur á Arsenal í kvöld þá sendi Pep Guardiola skýr skilaboð til sinna manna þegar hann ræddi við fjölmiðla eftir leik. Manchester City mun ekki slaka á þrátt fyrir sigurinn og þó liðið eigi leiki til góða. Það þarf að klára dæmið. „Næstu þrír leikir eru mjög mikilvægir. Mætum Fulham á sunnudag og Marco Silva hefur gert magnaða hluti með liðið. Eigum svo tvo heimaleiki á móti West Ham United og Leeds United,“ sagði Pep aðspurður hvort hans menn væru nú í bílstjórasætinu þegar kemur að titilbaráttunni. „Þessir þrír leikir munu skera úr hvort við getum gert það sem við viljum gera. Raunveruleikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal. Það verður ekki auðvelt fyrir okkur en við tökum þetta leik fyrir leik og sjáum hvað gerist.“ „Að þurfa að vinna er best“ Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne skoraði tvívegis í dag eftir sendingar frá norska framherjanum Erling Braut Håland. De Bruyne lagði svo upp eitt mark og Håland skoraði eitt. „Við höfum alltaf haft mikla ógn sóknarlega en tengingin á milli De Bruyne og Håland er einstök. Í dag reyndum við að nýta hana eins mikið og mögulegt var.“ „Við höfum unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin tvö tímabil svo fyrr á tímabilinu sögðum við að við hefðum tíma. Það er andstæðan hjá Arsenal, allir leikir eru úrslitaleikir.“ 12 - Manchester City have now won 12 consecutive Premier League matches against Arsenal, winning by an aggregate score of 33-5. Levels. pic.twitter.com/ZWzHtrumnd— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2023 „Tveimur mánuðum síðar, og leikmennirnir vita það, þá þurfum við að vinna alla leiki til að eiga möguleika. Það er hugarfarið sem þú þarft að hafa, það kemur ekkert til greina en að vinna. Það er best að spila með það hugarfar. Leikmennirnir hafa sýnt mér að þeir fara í alla leiki til að vinna þá.“ Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
„Næstu þrír leikir eru mjög mikilvægir. Mætum Fulham á sunnudag og Marco Silva hefur gert magnaða hluti með liðið. Eigum svo tvo heimaleiki á móti West Ham United og Leeds United,“ sagði Pep aðspurður hvort hans menn væru nú í bílstjórasætinu þegar kemur að titilbaráttunni. „Þessir þrír leikir munu skera úr hvort við getum gert það sem við viljum gera. Raunveruleikinn er sá að við erum enn á eftir Arsenal. Það verður ekki auðvelt fyrir okkur en við tökum þetta leik fyrir leik og sjáum hvað gerist.“ „Að þurfa að vinna er best“ Belgíski miðjumaðurinn Kevin de Bruyne skoraði tvívegis í dag eftir sendingar frá norska framherjanum Erling Braut Håland. De Bruyne lagði svo upp eitt mark og Håland skoraði eitt. „Við höfum alltaf haft mikla ógn sóknarlega en tengingin á milli De Bruyne og Håland er einstök. Í dag reyndum við að nýta hana eins mikið og mögulegt var.“ „Við höfum unnið ensku úrvalsdeildina undanfarin tvö tímabil svo fyrr á tímabilinu sögðum við að við hefðum tíma. Það er andstæðan hjá Arsenal, allir leikir eru úrslitaleikir.“ 12 - Manchester City have now won 12 consecutive Premier League matches against Arsenal, winning by an aggregate score of 33-5. Levels. pic.twitter.com/ZWzHtrumnd— OptaJoe (@OptaJoe) April 26, 2023 „Tveimur mánuðum síðar, og leikmennirnir vita það, þá þurfum við að vinna alla leiki til að eiga möguleika. Það er hugarfarið sem þú þarft að hafa, það kemur ekkert til greina en að vinna. Það er best að spila með það hugarfar. Leikmennirnir hafa sýnt mér að þeir fara í alla leiki til að vinna þá.“
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira