Hafna alfarið kröfum um afturvirkni Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 27. apríl 2023 08:11 Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir sambandið hafna kröfum BSRB. Vísir/Sigurjón Starfsemi frístundaheimila og leikskóla í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur skerðist og gæti jafnvel lamast samþykki félagsmenn BSRB boðaðar verkfallsaðgerðir. Samband íslenskra sveitarfélaga hafnar alfarið kröfum BSRB um afturvirkni. Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallið hófst í hádeginu í dag en samkvæmt verkfallsboðuninni hefjast aðgerðir 15. og 16. maí og munu þá um 1500 manns leggja niður störf á frístundaheimilum, leikskólum og grunnskólum í fjórum Sveitarfélögum í nágrenni Reykjavíkur. Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi, Garðabæ og Kópavogi. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að Samband íslenskra sveitarfélaga stefndi beinlínis á mismunun. Þessu hafnaði SÍS í yfirlýsingu sem send var seinna um daginn og vísaði sambandið ummælunum á bug. Sonja segir kröfur félagsins sanngjarnar. Einungis sé verið að jafna kjör fólks í sambærilegum störfum með því að nýr kjarasamningur sé afturvirkur frá 1. janúar. Fyrri samningi lauk þann 31. mars síðastliðin. „Það er 10% verðbólga þannig að það munar mjög mikið um allar hækkanir. Okkar fólk hefur beðið lengi og þess vegna vorum við að gera hóflegar kröfur og horfa til skammtímasamnings. „Þau hafa einfaldlega vísað til þess að það séu mismunandi kjarasamningstímabil og vilja ekki horfast í augu við þá ábyrgð sem er skýr samkvæmt lögum og dómaframkvæmd um að það megi ekki mismuna fólki í sömu eða sambærilegum störfum í launum.“ Sonja segir kröfur félagsins hógværar í ljósi aðstæðna. Vísir/Sigurjón Ellisif Tinna Víðisdóttir, lögfræðingur kjarasviðs hjá SÍS segir verkfallsboðunina vonbrigði. „Að sjálfsögðu eru það vonbrigði en á sama tíma ekki óvænt, því krafan sem þau komu fram með er óásættanleg og henni hefur verið alfarið hafnað. Málið sé alveg skýrt, samningur taki við af samningi, afturvirkni sé ekki í boði. „Menn bera ábyrgð á þeim samningum sem þeir gera. Þá ábyrgð hefur Samband íslenskra sveitarfélaga og sveitarfélögin sjálf axlað og efnt að fullu. Við bara förum fram á það að forysta BSRB beri ábyrgð á þeim samningum sem þau gera.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Kópavogur Mosfellsbær Garðabær Seltjarnarnes Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira