Gæsluvarðhald yfir sakborningum rennur út á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. apríl 2023 17:05 Frá vettvangi manndrápsins á bílastæði Fjarðarkaupa í Hafnarfirði. Upptök átakanna voru á Rokkbarnum sem sjá má í fjarlægð. vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á gæsluvarðhald yfir ungum karlmönnum sem hafa stöðu sakbornings í rannsókn á manndrápi. Þetta herma heimildir fréttastofu. Nítján ára karlmaður sem hefur játað aðild að málinu var síðast yfirheyrður vegna málsins á sunnudag. Gæsluvarðhald yfir þremur drengjum á aldrinum 17-19 ára rennur út á morgun. Þeir voru allir handteknir í framhaldi af því að pólskum karlmanni var ráðinn bani með hníf á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir liggja fyrir á morgun hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nítján ára karlmaður hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi. Lögregla hefur sagst hafa nokkuð skýra mynd af málinu. Því til staðfestingar hefur sá nítján ára ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. Reikna má með því að lögregla leiði alla þrjá fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á morgun og fari fram á frekara varðhald. Óvíst er hvort sama krafa verði gerð varðandi sakborningana þrjá. Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Gæsluvarðhald yfir þremur drengjum á aldrinum 17-19 ára rennur út á morgun. Þeir voru allir handteknir í framhaldi af því að pólskum karlmanni var ráðinn bani með hníf á bílastæði í Hafnarfirði í síðustu viku. Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn segir liggja fyrir á morgun hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir mönnunum þremur. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að nítján ára karlmaður hafi játað aðild sína að málinu. Myndefni sem sautján ára stúlka, sem var með mönnunum í Hafnarfirði tók, er lykilgagn lögreglu í málinu. Um er að ræða þrjú myndbönd þar sem árásin sést nokkuð glögglega. Stúlkan sætti gæsluvarðhaldi til að byrja með en Landsréttur felldi úrskurð héraðsdóms hvað hana varðaði úr gildi. Lögregla hefur sagst hafa nokkuð skýra mynd af málinu. Því til staðfestingar hefur sá nítján ára ekki verið yfirheyrður síðan á sunnudag. Reikna má með því að lögregla leiði alla þrjá fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness á morgun og fari fram á frekara varðhald. Óvíst er hvort sama krafa verði gerð varðandi sakborningana þrjá.
Manndráp á bílastæði í Hafnarfirði Lögreglumál Tengdar fréttir Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02 Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38 Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Sjá meira
Ungur aldur mjög mikilvæg refsiákvörðunarástæða Himinn og haf er á milli refsidóma ungmenna í manndrápsmálum eftir hvort hinn dæmdi hafi náð átján ára aldri eða ekki. Lektor í refsirétti segir að algengara sé að ungmenni fái vægari refsingar. 26. apríl 2023 09:02
Ekki einsdæmi að svo ungt fólk komi við sögu í alvarlegum sakamálum Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild, segir ekki einsdæmi að jafn ungt fólk hafi komið við sögu við rannsókn alvarlegra sakamála og í manndrápi á bílastæði í Hafnarfirði. Það geri rannsóknir þó flóknari, þar sem gæta þurfi hagsmuna bæði rannsóknarinnar og ungra gerenda. 25. apríl 2023 13:38
Stúlkunni sleppt úr haldi og einn búinn að játa Sautján ára stúlka sem var handtekin í tengslum við manndráp á tæplega þrítugum karlmanni í Hafnarfirði í síðustu viku hefur verið látin laus úr gæsluvarðhaldi. Verjandi stúlkunnar kærði gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms og Landsréttur felldi hann úr gildi um sexleytið. Nítján ára sakborningur hefur játað að hafa orðið manninum að bana. 24. apríl 2023 19:20