Tólf barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2023 08:57 Fjöldi fólks flykktist að og fylgdist með. AP Photo/Odelyn Joseph Minnst tólf meintir glæpamenn voru barðir og brenndir til dauða fyrir allra augum og um miðjan dag í Port-au-Prince, höfuðborg Haítí. Hálfgerð óöld og stjórnleysi ríkir í landinu og segja alþjóðastofnanir stutt í að mannúðarkrísa skapist. Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni. Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Rétt er að vara lesendur við ljósmyndum sem birtast neðar í fréttinni. Myndband sem náðist af atvikinu hefur sýnir blóðuga mennina þvingaða til að leggjast á jörðina af lögreglu. Í kjölfarið virðist múgur manna hafa hlaðið dekkjum ofan á mennina, kastað á þá eldsneyti og kveikja í. Vitni að atvikinu segir í samtali við fréttastofu AP að hópur manna hafi dregið mennina tólf frá lögreglu, í hverfinu Canapé-Vert þar sem þeir höfðu verið handteknir, barið og kastað í þá steinum áður en kveikt var í þeim. Hundruð flykktust að til að horfa á bálköstinn að sögn blaðamanns AP, sem segist hafa séð líkamsleifar þrettán manna. Mikill fjöldi fólks flykktist að til að fylgjast með líkbrennslunni.AP Photo/Odelyn Joseph Í tilkynningu sem lögregla Haítí birti á Facebook segir að mennirnir hafi verið grunaðir um smygl. Þeir hafi verið allir saman í smárútu þegar lögregla handtók þá en í kjölfarið hafi hópur almennra borgara ráðist að þeim og tekið þá af lífi. Hinir meintu glæpamenn voru barðir og svo brenndir af æstum múgi manna.AP Photo/Odelyn Joseph Undanfarna viku hafa á sjöunda tug verið drepnir í gengjaátökum í fátækrahverfinu Cité Soleil í Port-au-Prince. Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að fjörutíu af þeim hafi verið annað hvort skotnir eða stungnir til bana og þar af hafi verið minnst tvö börn. Hálfgerð óöld ríkir í Haítí. Stjórnmálin eru í krísu, samfélagið sjálft er í krísu og mannúðarkrísa hefur einnig skapast, sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna jætlar að ræða á fundi sínum í dag. Aðeins mánuður er síðan Sameinuðu þjóðirnar sendu sérstakar öryggissveitir til eyríkisins eftir að á sjötta hundrað voru drepin á fyrstu vikum ársins. Vegna ástandsins í upphafi árs lokuðu bæði skólar og heilsugæslur. Samkvæmt tölum frá SÞ var 531 drepinn frá janúar fram í mars, 300 særðust og 277 var rænt í tengslum við stríð glæpagengja í höfuðborginni.
Haítí Tengdar fréttir Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32 Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29 Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Fleiri fréttir Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Sjá meira
Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Bandarísk yfirvöld hafa ákært fyrrverandi öldungadeildarþingmann frá Haítí vegna morðsins á Jovenel Moise, forseta eyríkisins, í fyrra. Þingmaðurinn er ákærður fyrir að leggja á ráðin um að drepa eða ræna forsetanum. 10. maí 2022 15:32
Forsætisráðherrann flúði vegna banatilræðis glæpagengja Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða Ariel Henry, forsætisráðherra Haítí, í um helgina, þar sem hann var á viðburði til að marka sjálfstæði ríkisins. Henry og föruneyti hans þurfti að flýja vegna mikillar skothríðar í borginni Gonaives en öryggissveitir svöruðu skothríðinni. 4. janúar 2022 12:29
Hömlulaus glæpagengi krefjast afsagnar forsætisráðherra Haítí Götur Haítí eru nánast tómar þessa dagana og fjölda fyrirtækja hefur verið lokað. Þá er óttast að loka þurfi sjúkrahúsum á næstu dögum en þau eru oftar en ekki knúin af ljósavélum vegna skorts á raforku. 27. október 2021 10:44