Netöryggisáskoranir Hlutaneta og leiðir til úrbóta Þór Jes Þórisson skrifar 25. apríl 2023 07:31 Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netöryggi Mest lesið Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Hlutanet Hlutanet (Internet of Things, IoT) færir fólki mikla möguleika þegar kemur að snjallvæðingu. Hinn almenni notandi ætti að geta nýtt þessa möguleika á öruggan hátt og með vissu um að fullnægjandi öryggi og persónuverndarráðstafanir séu fyrir hendi til að verja notkun þeirra á hlutanetinu (snjalltæki á Netinu). Það er oft því miður ekki alveg þannig. Öryggisvandamál Hlutaneta Fjölmörg dæmi hafa komið upp sem snúa að því hversu auðvelt var að brjótast inn í t.d. barnasnjallúr, öryggismyndavélar á heimilum og ýmsan nettengdan snjallbúnað á heimilum. Hlutanetsbúnaður hefur þá verið tekinn yfir, eigendum til armæðu og í sumum tilfellum til tjóns. Öryggisleiðbeiningar varðandi Hlutanet á neytendamarkaði Staðlaráð Íslands hefur þegar gefið út leiðbeiningar til að taka á þessum vanda, sjá ÍST WA 302:2021. Þær byggja á ETSI stöðlum og breskum leiðbeiningum. Þrjár megin leiðbeiningarnar eru: 1. Engin sjálfgefin aðgangsorð Öll lykilorð fyrir Hlutanetstæki eiga að vera einkvæm og ekki endursetjanleg í sjálfgefið lykilorð frá framleiðenda. 2. Innleiðing á upplýsingaskyldu vegna öryggisveikleika Öll fyrirtæki sem selja Nettengd tæki og þjónustu verða að bjóða upp á almennan aðgang, þar sem hægt er að senda inn upplýsingar um veikleika, þetta er gert til þess að fyrirtæki sem rannsaka öryggisveilur og aðrir geti upplýst um öryggisvandamál. 3. Halda hugbúnaði uppfærðum Hugbúnaðareiningar í Nettengdum tækjum eiga að vera uppfærðar á öruggan hátt. Upplýsa þarf opinberlega um uppfærslur á líftíma tækis Netöryggismál Hlutaneta innleidd með lögum og með merkingu á búnaði Reynslan af slíkum leiðbeiningum erlendis hefur ekki verið talin nægjanleg góð, enda er fyrirtækjum í sjálfsvald sett að fara eftir þeim. Því hafa nokkur lönd ákveðið að setja lög um öryggi Hlutaneta og samhliða búa til merkingar á hlutanetsbúnað til að gefa til kynna hversu öruggur búnaðurinn er. Unnið er að þessu víða um heim og er t.d. ESB að vinna að löggjöf, „EU Cyber Resilience Act“, sem nær líka til tölvu- og farsímabúnaðar. Reiknað er með að sú löggjöf verði kláruð 2025. Vinna er einnig hafin við alþjóðlegan staðall á vegum staðlastofnanna ISO/IEC. Staðallinn ISO/IEC 27404, „Universal Cybersecurity Labelling Framework (UCLF) for consumer IoT“, mun skilgreina alþjóðlegt merkingarkerfi fyrir öruggan Hlutanetsbúnað á neytendamarkaði. Merkingarnar hafa fjögur öryggisstig, þ.s. stig 4 er öruggast. Búnaðurinn verður þá merktur á áberandi hátt með viðkomandi öryggisstigi. Þannig veit neytandi að hverju hann gengur. Stuðningur við Netöryggisstefnu stjórnvalda Kynning á leiðbeiningum, ásamt öryggismerkingum á búnað, styður mjög vel við markmið ríkistjórnarinnar í netöryggismál, eins og þau voru kynnt 1. nóvember síðastliðin. Ber þar helst að nefna lið 1.3. „Traust netöryggismenning og -vitund“ og undirliðinn „ Almenningur styrktur í öruggri notkun netsins og vitundarvakning um mögulegar hættur sem þar leynast“. Vefráðstefna um öryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði HVIN, FST og Staðlaráð standa að Norrænni ráðstefnu um netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði þann 3. maí kl 8:45-10:15. Flutt verða erindi frá breskum og finnskum aðilum sem eru framalega í að innleiða netöryggismál Hlutaneta á neytendamarkaði. Einnig verða pallborðsumræður um stöðuna á Norðurlöndum. Vefráðstefnan er öllum opin. Hægt er að skrá sig hér. Höfundur er formaður Fagstaðlaráðs í upplýsingatækni.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun