Fær engar bætur eftir slys á snjósleða Atli Ísleifsson skrifar 24. apríl 2023 15:12 Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent á ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað tryggingafélagið TM af kröfum konu sem slasaðist á baki eftir að hafa rekist á ljósastaur þar sem hún renndi sér niður hól á snjósleða ásamt þáverandi unnusta sínum. Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Konan vildi meina að tryggingafélagið væri skaðabótaskylt á grundvelli almennu skaðabótareglunnar þar sem slysið mætti rekja til saknæms og ólögmæts háttsemi vátryggingataka hjá TM. Ágreiningur í málinu snerist aðallega um það hvort slysið hafi orðið vegna þess að staðsetning og útbúnaður ljósastaura við hólinn hafi skapað hættu og að vátryggingataki hafi með saknæmum og ólögmætum hætti vanrækt skyldur sínar til að tryggja öryggi notenda svæðisins við sleða-eða snjóþotunotkun. Í dómnum kemur fram að slysið hafi orðið þegar konan hafi verið að renna sér niður hól á snjósleða ásamt unnusta sínum í lok janúar 2020. Konan hafi þá lent ljósastaur en við enda brekkunnar var slétt svæði með ljósastaura við göngustíg sem liggur hringinn í kringum hólinn. Konan hafi slasast í baki við höggið og verið flutt á sjúkrahús þar sem hún var greind með mjóbakstognun. Hún var þá frá skóla og vinnu í eina viku eftir slysið. Konan sagðist hafa komið á hólinn eftir vinnu, milli klukkan 15 og 16, og var um að ræða fyrstu ferð þeirra niður hólinn. Hún sagðist hafa þekkt hólinn vel en aldri rennt sér á sleða niður hann. „Á svakalegum hraða“ Konan sagði að þau hafi rennt sér á svipuðum hraða og aðrir. Þáverandi unnusti konunnar sagði hins vegar fyrir dómi að þau hafi verið á „svakalegum hraða“ þegar þau renndu sér niður. Sagði hann mikinn klaka hafa verið í brekkunni og að „vanalega færi maður ekki svona langt“. Maðurinn sagðist fyrir dómi að hann hafi stokkið af sleðanum þegar þau færðust nær ljósastaurnum, um tveimur til þremur metrum frá staurnum. Hann segir að sleðinn hafi þá líklega snúist og konan því runnið með bakið beint á staurinn. Fyrir dómi kom jafnframt fram að umræddur snjósleði sem þau hafi verið á hafi verið ætlaður börnum og unglingum og að hámarksþyngd hafi verið 90 kíló. Orsök slyssins alfarið á ábyrgð stefnanda Tryggingafélagið mótmælti málflutningi konunnar og vísaði til þess að ákvæði reglugerðarinnar ættu ekki við um hólinn, enda hafi hann ekki verið skipulagður sem leiksvæði heldur útsýnispallur og útivistarsvæði. Dómari mat það sem svo að konan hafi mátt gera sér grein fyrir þeirri áhættu sem fólst í að tvímenna með öðrum fullorðnum einstaklingi, á sleða ætluðum börnum, í brekku með svelli ætlaðri börnum. „Orsök slyssins megi því alfarið rekja til háttsemi stefnanda sem ekki hafi verið í samræmi við aðstæður. Verður að mati dómsins ekki komist að þeirri niðurstöðu að umræddur ljósastaur hafi verið hættulegur börnum né fullorðnum, sem sýnt hefðu nægilega aðgæslu,“ segir í dómnum. Með vísan til þessa og fleiru var það niðurstaða dómsins að ábyrgð á slysi stefnanda verði ekki felld á vátryggingartaka og því ekki á tryggingafélagið sem verði því sýknað af kröfu konunnar um viðurkenningu bótaábyrgðar. Í dómi kemur fram að umræddur ljósastaur, og annar til, hafi nú verið fjarlægðir af svæðinu við hólinn. Það breyti þó ekki niðurstöðu dómsins. Málskostnaður var felldur niður í málinu.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira