„Vorum staðráðnir í að vinna þennan leik“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. apríl 2023 07:30 Erik ten Hag ræðir við Victor Lindelöf og Antony. James Williamson/Getty Images Erik Ten Hag og lærisveinar hans eru komnir í úrslit ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu, þeirrar elstu og virtustu. Tapið gegn Sevilla á fimmtudagskvöld sat þó enn í Ten Hag er hann ræddi við blaðamenn eftir sigur Manchester United á Brighton & Hove Albion eftir vítaspyrnukeppni á Wembley. Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Eftir afhroð í Andalúsíu á fimmtudag þar sem Man United var sparkað út úr Evrópudeildinni af spænsku liði sem er töluvert lakara en þau þrjú sem lærisveinar Ten Hag þurftu að fara í gegnum til að komast í 8-liða úrslit keppninnar þá var hollenski þjálfarinn ánægður með sigurinn gegn Brighton. „Leikurinn gegn Sevilla var sá versti á tímabilinu, því verður ekki breytt en við getum lært eitthvað af honum og nýtt það þegar fram líða stundir. Það sem við höfum sýnt hér er að við getum höndlað að áfall og komið til baka þó það sé stutt á milli leikja. Nú þurfum við að bæta okkur í að koma til baka í leikjum, í erfiðum aðstæðum á útivöllum. Við verðum að sýna úr hverju við erum gerðir.“ „Þó við höfum spilað illa á fimmtudagskvöld þá voru tækifæri til að koma til baka í þeim leik og komast inn í einvígið á nýjan leik. Ef þú getur komið til baka þremur dögum eftir ósigur þá getur þú gert það á meðan leik stendur. Þetta snýst um að hafa stjórn á tilfinningum sínum, standa saman og snúa leiknum við.“ „Við erum líkamlega og andlega sterkir, við sýndum karakter og persónuleika. Ég get sagt ykkur að það var ekki auðvelt. Við vorum staðráðnir í að vinna þennan leik.“ Ten Hag hrósaði nokkrum af leikmönnum sínum. Þar á meðal David De Gea fyrir fína frammistöðu eftir skelfileg mistök gegn Sevilla. Þá hrósaði hann Marcus Rashford og Jadon Sancho fyrir að stíga upp í vítaspyrnukeppninni. David de Gea redeemed himself by shutting out Brighton to send Man United to the FA Cup Final, just three days after his horror show in Seville @ChrisWheelerDMhttps://t.co/bLW0ckimG2— MailOnline Sport (@MailSport) April 24, 2023 „De Gea spilaði frábærlega í leiknum, bæði með og án bolta. Átti nokkrar magnaðar markvörslur eins og svo oft áður á leiktíðinni. Við höfum haldið oftast hreinu í ensku úrvalsdeildinni og gerðum það aftur í dag. Við vorum svo staðráðnir í að vinna og börðumst fyrir því. Við vorum skipulagðir, þeir fengu færi en við fengum einnig okkar færi.“ „Marcus og Jadon líður vel á vítapunktinum. Þeir höndluðu þetta vel. Ég held þetta muni hjálpa þeim í framtíðinni. Þeir hikuðu aldrei því þeir eru mjög góðir í að taka vítaspyrnur.“ Manchester United mætir Manchester City í úrslitum ensku bikarkeppninnar þann 3. júní næstkomandi.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00 „Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01 Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Fleiri fréttir „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Sjá meira
Man Utd úr leik eftir martraðar frammistöðu á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni eftir stórtap gegn Sevilla á Spáni í kvöld. 20. apríl 2023 21:00
„Erfitt að vinna fótboltaleik þegar þú gerir svona mistök“ Erik ten Hag, stjóri Man Utd, segir sitt lið ekki geta kennt neinu öðru en sjálfum sér um hvernig leikurinn gegn Sevilla í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gærkvöldi spilaðist. 21. apríl 2023 07:01