Fimmta hvert ungmenni með lesblindu Bjarki Sigurðsson skrifar 24. apríl 2023 06:23 Áður var miðað við að einn af hverjum tíu væri með lesblindu. Vísir/Vilhelm Í kringum tuttugu prósent ungmenna á aldrinum átján til 24 ára á Íslandi glíma við lesblindu. Er lesblinda því mun algengari en talið var áður. Rannsókn sýnir fram á að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu líklegri til að enda hvorki í námi né vinnu síðar á lífsleiðinni. Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira
Morgunblaðið greinir frá þessu og vitnar í niðurstöður rannsóknar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands. Samkvæmt rannsókninni er mikilvægt að börn sem glíma við lesblindu fái greiningu og stuðning fyrir tíu ára aldur svo lágmarka megi þau áhrif sem lesblinda hefur á félagslega stöðu þeirra til framtíðar. Áður hefur verið talið að einn af hverjum tíu glími við lesblindu og gefur þessi rannsókn í skyn að mun fleiri glími við hana en áður var talið. Ásdís Aðalbjörg Arnalds, forstöðumaður Félagsvísindastofnunar HÍ, segir í samtali við Morgunblaðið að þeir sem greinast eftir tíu ára aldur séu verr staddir en aðrir að mörgu leyti. „Sérstaklega eru þau gjörn á að upplifa kvíða og ef við greinum þessi börn snemma þannig að hægt sé að vinna með lesblinduna út grunnskólagönguna þá hefur það áhrif á það hvort þau upplifi kvíða seinna meir. Sama á við um stuðninginn heima fyrir. Þau í könnuninni sem fengu meiri stuðning í heimanámi heima fyrir voru ólíklegri til að upplifa kvíða,“ segir Ásdís. Guðmundur Skúli Johnsen, formaður Félags lesblindra, segir að koma þurfi betur til móts við þá sem glíma við lesblindu, meðal annars með lesvélum. „Skólakerfið hefur einhvern veginn ekki náð að tileinka sér þessa tækni. Viðbrögð skólanna eru alla jafna góð þegar við nefnum þetta og kynnum okkar málstað en engu að síður er þessi tregða í skólakerfinu sem er þess efnis að texti sé guð,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Börn og uppeldi Mest lesið „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Erlent Holskefla í kortunum Innlent Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Innlent Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ „Maður er skíthræddur um að maður brenni inni“ Núverandi kvikusöfnunartímabil geti dregist á langinn Brennuvargur gengur laus, stórfjölgun krabbameina og í beinni frá Köben Þorgerður telur tilefni til að kalla saman þjóðaröryggisráð Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Sjá meira