Höfum ekki áhuga á að fara í sumarfrí strax Ester Ósk Árnadóttir skrifar 20. apríl 2023 19:17 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, var ánægður með sigurinn Vísir/Hulda Margrét „Þetta var okkar langbesti leikur í vetur“, sagði Andri Snær Stefánsson þjálfari KA/Þór eftir 14 marka sigur á Stjörnunni norður á Akureyri í dag í öðrum leik liðanna í úrslitakeppninni en leikurinn endaði 34 - 18 og var sigur heimakvenna aldrei í hættu. „Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“ KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
„Það besta var í dag að við náðum að spila mjög heilsteyptan leik í 60 mínútur. Við tikkuðum í öll boxin í leiknum í dag, ég er ótrúlega stoltur af liðinu eftir þessa frammistöðu.“ Stjarnan vann fimm marka sigur í síðasta leik og því þurfti KA/Þór að vinna í dag. „Við vorum með bakið upp við vegg fyrir þennan leik og vissum að við þyrftum að mæta tilbúnar í þetta verkefni. Við höfum engan áhuga á því að fara í sumarfrí strax.“ KA/Þór mæti af miklum krafti inn í leikinn og þegar korter var búið af leiknum var staðan 9-1. „Við vissum að við værum að mæta góðu Stjörnuliði en svona er þetta stundum í úrslitakeppni. Það er oft þannig að það kemur eitthvað móment hjá öðru liðinu, við höfum séð það í mörg ár. Þetta hitti okkar megin í dag, vörn og markvarsla frábær. Við unnum þann slag og það er það sem skóp sigurinn í dag.“ Vörn og markvarsla var frábær hjá heimakonum frá upphafi. Matea Lonac endið með 18 varða bolta. „Vörnin var einfaldlega sturluð hjá okkur, loksins náðum við að tengja þetta saman vörn og markvörslu. Matea Lonac er stórkostlegur markmaður. Hún er búin að vera að glíma lengi við höfuðmeiðsli og annað en í þessum ham þekki ég Mateu. Hún hjálpaði okkur líka yfir hjalla þar sem Stjörnukonur komust í hraðaupphlaup og annað. Stórkostlega leikur hjá henni og öllu liðinu.“ KA/Þór náði góðu forskoti frá upphafi og héldu því til enda sem er ekkert endilega auðvelt. „Við erum búnar að lenda í þessu áður í vetur að vera með þessa forystu og tapa henni niður þannig ég hamraði á því að við þyrftum að vera á tánum og halda áfram, sækja á markið og hafa sjálfstraust.“ Framundan er oddaleikur á milli liðana sem á að fara fram næstkomandi sunnudag kl. 15:00. „Þetta eru tvö hrikalega góð lið. Stjarnan er frábærlega þjálfað lið sem hitti ekki á daginn sinn í dag en við vitum það að það er allt eða ekkert aftur á sunnudaginn. Við ætlum að endurheimta orku og keyra þetta í gang.“ Andri var mjög ánægður með þau sem komu og studdu liðið í dag og vill fleiri leiki í KA heimilinu þetta vorið. „Ég er ótrúlega stoltur af öllu fólkinu sem mæti hér í dag og hjálpaði okkur. Við viljum spila fleiri leiki í KA heimilinu í vor.“
KA Þór Akureyri Handbolti Olís-deild kvenna Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Leiksigur Wright vekur lukku Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tók næstum því ranga beygju en setti nýtt met Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Sonur þjálfara Falcons með ljótan hrekk Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Dagskráin í dag: Stjarnan getur sópað Grindavík í sumarfrí Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira