Grímulaus meirihluti Múlaþings Pétur Heimisson skrifar 20. apríl 2023 07:02 Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Múlaþings kannaði í byrjun þessa árs viðhorf Seyðfirðinga til laxeldis í firðinum og 3/4 íbúa reyndust því andvígir. Könnunina töldu mörg til marks um vinnu í þágu íbúalýðræðis en annað kom á daginn. Á fundi Umhverfis-og framkvæmdaráðs 27.03. 2023 lögðu fulltrúar minnihlutans fram eftirfarandi tillögu; Umhverfis og framkvæmdaráð lýsir yfir stuðningi við Seyðfirðinga í andstöðu sinni við áformað laxeldi í firðinum. Allir þrír minnihlutafulltrúarnir studdu tillöguna en allir fjórir fulltrúar meirihlutans felldu hana og samtímis þær grímur sem þau hafa sum borið gagnvart íbúum í þessu máli. Lýðheilsan og langatöngin Sveitarstjórnarfulltrúar starfa í umboði kjósenda og fá fyrir þeirra tilstilli tækifæri til áhrifa, sérlega meirihlutinn. Múlaþingsmeirihlutinn, D og B segir sig skorta vald til að hindra laxeldi i Seyðisfirði þar sem sveitarstjórn fer ekki með skipulag utan við 115 m frá strönd. Vissulega satt, en rænir þau ekki rétti til að hafa sjálfstæða skoðun og standa með vilja mikils meirihluta Seyðfirðinga. Sveitarstjórn getur sagt forsvarsfólki laxeldisins að hún telji mjög óæskilegt, í raun samfélagslega varasamt, að hefja eldið í ljósi mikillar andstöðu íbúa. Skipulagsstofnun benti á að andstaða Seyðfirðinga gegn eldinu væri jafnvel einsdæmi og greinilegt er að stofnunin telur áhyggjuefni að hefja eldið við þær aðstæður. Það er skiljanlegt, enda er sáttin með mikilvægustu forsendum góðrar líðunar og heilsu. Í fjölskyldum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og þjóðfélögum er hún í senn farsælasta kjölfestan og skilvirkasti drifkrafturinn. Ábending Skipulagsstofnunar kom fram þegar andstaða Seyðfirðinga var talin 55%, en ekki ca. 75% eins og nú. Með því að virða ekki þá staðreynd finnst mér Múlaþing, sem kallar sig heilsueflandi samfélag, beinlínis sýna sjálfri lýðheilsunni löngutöngina. Verum dropar, vinnum saman Samantekt; sveitarstjórn Múlaþings spyr íbúa um viðhorf þeirra til eldisins og fær fram skýra andstöðu. Sveitarstjórnin tekur ekki afstöðu með miklum íbúameirihluta gegn eldinu og styður þannig eldisáformin. Meirihlutafulltrúar bera við valdaleysi en iðka í raun valdbeitingu gagnvart stórum meirihluta íbúa í stað valdeflingar, þó hún sé mikilvæg næring áðurnefndrar sáttar. Múlaþing hefur sýnt fram á að það eru ekki 55% Seyðisfirðinga gegn laxeldinu, heldur um 75%. Munum að það er dropinn sem holar steininn, fjölgum því dropunum - STÖNDUM ÖLL SAMAN GEGN LAXELDI Í SEYÐISFIRÐI. Gleðilegt sumar ! Höfundur er læknir og annar tveggja fulltrúa VG í umhverfis- og framkvæmdaráði Múlaþings
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun