Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 13:00 Pep Guardiola er ávallt að breyta einhverju í leikstíl sínum. Vísir/Getty Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32