Miðvarðasveit Man City möguleg lausn á vandræðum í Meistaradeildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2023 13:00 Pep Guardiola er ávallt að breyta einhverju í leikstíl sínum. Vísir/Getty Enn eitt vorið virðist sem Pep Guardiola hafi fundið hina fullkomnu blöndu þegar kemur að því hvað þarf að gera til að vinna Meistaradeild Evrópu. Það er þangað til eitthvað klikkar. Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Manchester City er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 3-0 sigur á Bayern München í fyrri leik liðanna á Etihad-vellinum í Manchester. Líkt og svo oft áður er Guardiola að gera nýstárlega hluti þegar kemur að uppspili en nú, líkt og áður, veltir margur fyrir sér hvort þetta sé það sem mun skila fyrsta Meistaradeildartitli félagsins. Guardiola er sífellt að breyta til en á síðustu leiktíð fór João Cancelo úr bakverðinum upp í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns þegar Man City var með boltann. Eitthvað kom upp á milli þeirra Pep og Cancelo en leikmaðurinn var sendur á lán til Bayern í janúar. Þar hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá Thomas Tuchel. The Athletic fór ítarlega yfir þær breytingar sem hafa orðið á leikstíl Pep frá því hann stýrði Barcelona fyrst. Þar á meðal er fjallað um hvernig Pep nýtir bakverði sína á annan hátt í dag en þá. Liðnir eru dagarnir þar sem Dani Alves óð endalína á milli hjá Barcelona. Í dag snýst allt um að hafa stjórn á leiknum, bæði með boltann og þegar hann tapast. Það er svo sem ekkert nýtt þegar kemur að því hvernig Pep vill spila en það sem hefur vakið athygli í vetur er sú staðreynd að hann er í raun með fjóra miðverði í öftustu línu. Kyle Walker, bakvörður að upplagi, hefur vissulega fengið sínar mínútur en í fyrri leiknum gegn Bayern mynduðu þeir Manuel Akanji, John Stones, Rúben Dias og Nathan Aké fjögurra manna varnarlínu. Það sem hefur þó komið hvað mest á óvart í undanförnum leikjum er hvernig Stones stígur upp úr miðverðinum og stillir sér upp við hlið Rodri á miðri miðjunni þegar City-liðið sækir. „Á næsta ári ætla ég að spila þér á miðjunni,“ gæti Pep verið að segja hér.Michael Regan/Getty Images Virðist Pep hafa fundið hið fullkomna leikkerfi, sem stendur, en lærisveinar hans hafa nú unnið 10 leiki í röð í öllum keppnum. Hvort það dugi til að sigra Meistaradeild Evrópu verður að koma í ljós en það þarf fyrst að klára einvígið gegn Bayern. Leikur Bayern og Man City hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2.
Fótbolti Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sanngjarn heimasigur Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Þjálfari Bayern segir lið sitt þurfa kraftaverk Thomas Tuchel, tiltölulega nýráðinn þjálfari Þýskalandsmeistara Bayern München, segir sína menn þurfa kraftaverk í síðari leik liðsins gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. 19. apríl 2023 08:32