Everton vongott um háar bætur vegna Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 17. apríl 2023 16:07 Gylfi Þór Sigurðsson lék með Everton í fjögur ár og bar stundum fyrirliðabandið. Getty/Michael Regan Everton sér fram á að fá 10 milljónir punda í bætur vegna stöðunnar sem skapaðist þegar Gylfi Þór Sigurðsson var handtekinn af lögreglu í Manchester í júlí 2021, nú þegar ljóst er að Gylfi er laus allra mála. Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta. Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Mbl.is greindi frá þessu í dag og vísaði í síðasta ársreikning enska knattspyrnufélagsins sem birtur var í síðasta mánuði. Í ársreikningnum, sem er vegna ársins fram til 30. júní 2022, segir að félagið eigi þátt í samningsdeilu við þriðja aðila. Upphæðirnar sem félagið ætli sér að sækja velti á málaferlum sem séu í gangi en að félagið telji góðar horfur á því að geta sótt 10 milljónir punda í bætur. Sú upphæð nemur í dag um 1,7 milljarði króna. Everton gerði Gylfa að dýrasta leikmanni í sögu félagsins þegar hann var keyptur frá Swansea sumarið 2017, fyrir 45 milljónir punda. Hann skrifaði undir samning til fimm ára við félagið en lék ekkert fyrir liðið á lokaári samningsins, á meðan að lögreglan rannsakaði mál Gylfa sem grunaður var um brot gegn einstaklingi undir lögaldri. Án Gylfa hefur Everton verið í bullandi fallbaráttu síðustu tvær leiktíðir. Áður hafði Gylfi verið lykilmaður í liði Everton og spilað 136 leiki fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni, og skorað í þeim 25 mörk. Á föstudaginn staðfesti lögreglan að Gylfi yrði ekki ákærður heldur væri hann laus allra mála. Þar sem að samningur hans við Everton rann út síðasta sumar er honum nú frjálst að semja við hvaða félag sem er í heiminum, kjósi hann að halda áfram að spila fótbolta.
Enski boltinn Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Tengdar fréttir Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43 Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01 Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29 „Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50 Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04 Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Sjá meira
Nýr landsliðsþjálfari um mál Gylfa Þórs: „Agaleg staða“ Åge Hareide, nýráðinn þjálfari karlalandsliðs Íslands í knattspyrnu, hefur tjáð sig um mál Gylfa Þórs Sigurðssonar. 17. apríl 2023 08:43
Gylfi geti sótt bætur vilji hann það Hæstaréttarlögmaður segir að Gylfi Þór Sigurðsson geti að öllum líkindum fengið skaðabætur úr hendi breska ríkisins nú þegar hann er laus allra mála þar í landi. 14. apríl 2023 19:01
Ekkert því til fyrirstöðu að velja Gylfa aftur í landsliðið Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, segir ekkert því til fyrirstöðu að Gylfi Þór Sigurðsson verði valinn aftur í íslenska landsliðið. 14. apríl 2023 15:29
„Hann fær þessi ár ekki aftur“ „Hann fær aldrei aftur möguleika á að spila þessi tvö ár sem nú eru liðin. Maður veit því aldrei hvað hefði getað orðið,“ segir Arnar Sveinn Geirsson, formaður Leikmannasamtaka Íslands, um Gylfa Þór Sigurðsson sem eftir tæplega tveggja ára bið er nú laus allra mála í Bretlandi. 14. apríl 2023 12:50
Gylfi laus allra mála Knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson verður ekki ákærður vegna meintra brota gegn ólögráða einstaklingi, sem hann var handtekinn vegna í júlí 2021, og er hann því laus allra mála. 14. apríl 2023 11:04