Sagður neita að mæta múlbundinn á fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Árni Sæberg skrifar 15. apríl 2023 12:00 Sigurður Þórðarson var tvö ár að vinna að greinargerð um Lindarhvol. Vísir/Vilhelm Alþingi kemur saman aftur eftir páskafrí á mánudag og stjórnskipunar og eftilitsnefnd þingsins tekur upp þráðinn í Lindarhvolsmálinu svokallaða. Leynd sem hvílir á greinargerð setts ríkisendurskoðanda er áfram steinn í götu nefndarinnar Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“ Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd kemur saman á lokuðum fundi á mánudag þar sem skýrsla Skúla Eggerts Þórðarsonar, fyrrverandi ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol verður kynnt. Þá hefur meirihluti nefndarinnar farið fram á það að opinn fundur með ríkisendurskoðanda, fyrrverandi ríkisendurskoðanda og settum ríkisendurskoðanda verði haldinn til þess að ræða innihald hinnar margumþrættu greinargerðar þess síðastnefnda um Lindahvolsmálið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, er formaður nefndarinnar. „Það er ekki alveg ljóst hvort hægt er að halda þann fund. Það er allavega ljóst að að minnsta kosti einn þessara manna hefur ekki hug á því að mæta á opinn fund nefndarinnar,“ segir hún. Vilji ekki mæta „múlbundinn“ á fundinn Heimildir fréttastofu herma að sá sem ekki vill mæta á fundinn sé Sigurður Þórðarson, settur ríkisendurskoðandi í Lindarhvolsmálinu. Hann er sagður ekki vilja koma „múlbundinn“ á fund til þess eins að ræða greinargerð sem hann má ekki ræða lögum samkvæmt. Fyrr á árinu sagði hann í viðtali við Vísi að hann teldi skuggalegt að greinargerð hans hafi ekki fengið að líta dagsins ljós. Enn bólar ekkert á greinargerðinni. „Burtséð frá umfjöllun nefndarinnar um Lindarhvolsskýrsluna og greinargerðina, sem nefndin hefur aðgang að í trúnaði eins og hún hafði og hefur enn, þá er staðan á birtingu greinargerðarinnar alltaf sú sama. Það mál er hjá forseta Alþingis, það er ekki hjá stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd,“ segir Þórunn. Hefur ekki kynnt sér efni greinargerðarinnar Sem áður segir hafa þeir þingmenn, sem sæti eiga í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, aðgang að greinargerð Sigurðar sem og skýrslu Skúla Eggerts, sem kynnt verður á mánudag. Samkvæmt heimildum Vísis er nokkuð eftirtektarvert ósamræmi milli skjalanna tveggja um sama efnið. Þórunn segist ekkert geta sagt til um það. „Ég get það ekki af því ég á eftir að lesa greinargerðina og trúnaðurinn um hana er þannig að þingmenn geta ekki vitnað beint í hana en við getum kynnt okkur efni hennar. Og ég á eftir að gera það.“
Starfsemi Lindarhvols Alþingi Stjórnsýsla Tengdar fréttir Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18 Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02 Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37 Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22 Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Sjá meira
Óskar eftir skýringum frá ráðuneyti Bjarna Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir skýringum fjármála- og efnahagsráðuneytisins á fullyrðingum um að ólöglegt sé að gera vinnuskjöl ríkisendurskoðanda opinber. 20. mars 2023 16:18
Umboðsmaður krefur Bjarna frekari svara Umboðsmaður Alþingis hefur ritað fjármála- og efnahagsráðherra bréf þar sem farið er fram á svar við því hvernig fyrra svar hans samrýmist tilkynningu ráðuneytisins um birtingu vinnuskjala ríkisendurskoðanda 31. mars 2023 22:02
Tekist á um Lindarhvol á þinginu: „Hvers konar rugl erum við eiginlega komin í?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar streymdu hver á fætur öðrum upp í pontu á Alþingi í dag og gagnrýndu forseta Alþingis fyrir að gera ekki greinargerð um Lindarhvol opinbera. Greinargerðin hefur verið mikið hitamál og furða þingmenn stjórnarandstöðunnar sig á því hvers vegna forseti Alþingis stendur í vegi fyrir því að greinargerðin sé birt. 13. mars 2023 16:37
Mögulegt að greinargerð um Lindarhvol verði aldrei birt Andstaða forseta Alþingis við að birta umtalaða greinargerð um Lindahvol ehf. gæti þýtt að hún komi aldrei fyrir augu þingmanna eða almennings þrátt fyrir vilja meirihluta þingheims, að sögn þingmanns Viðreisnar. Hann saknar þess að heyra forseta rökstyðja afstöðu sína. 13. mars 2023 22:22
Kalla settan ríkisendurskoðanda á fund um Lindarhvol: „Mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefur ákveðið að boða settan ríkisendurskoðanda á opinn fund um Lindarhvolsmálið. Þingmaður Pírata velti því upp hvort sá fundur yrði „mögulega tilgangslausasti fundur þingsögunnar“ og sakaði meirihlutann um sýndarmennsku. Stjórnarliðar sögðu ekkert óeðlilegt við að boðað hafi verið til fundar, þó ekki megi birta greinargerð um málið. 15. mars 2023 18:08