Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. apríl 2023 13:06 Fólkið býr, um 60 manns í heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni þar sem vel fer um það. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála. Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta. Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Margir urðu hissa þegar Vinnumálastofnun greip til þess ráðs um síðustu áramót að taka gömlu heimavist Háskóla Íslands á Laugarvatni undir hælisleitendur, alls um 60 manns, fólk sem hefur sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi en bíður þess að á fá svar á meðan unnið er úr umsóknum þeirra. Um 200 manns búa á Laugarvatni og höfðu íbúar áhyggjur af svona stórum hóp í litið samfélag. En það er öðru nær, allt hefur gengið eins og í sögu og ekkert óvænt komið upp á. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri Bláskógabyggðar. „Við fengum góðan hóp af ungu og spræku fólki, sem er bara að bíða eftir afgreiðslu sinna mála og njóta þess að vera á Laugarvatni á meðan það bíður,“ segir Ásta. En hvað er fólkið að gera allan daginn? „Það er nú misjafnt. Sumir hafa verið að bjóða sig fram í sjálfboðastörf í samfélaginu og aðrir eru að taka þátt í námskeiðum og fræðslu, sem er í boði fyrir hópinn. Svo er nokkuð mikið um að þau sé að fara í íþróttaaðstöðuna hérna, sund og íþróttasalinn og nota þá aðstöðu, sem er í boði.“ Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, sem segist ekki heyra annað en að íbúar á Laugarvatni séu ánægðir með hælisleitendurna, sem búa tímabundið á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ásta segir að ungt fólk sé um að ræða, mikið um barnlaus pör og konur, sem eru einar á ferð. „Þannig að það hafa ekki komið börn til okkar enn þá þannig að það hefur ekki reynt á þjónustu leik- eða grunnskóla. Við vitum ekki hvað fólkið verður lengi á Laugarvatni, það á bara eftir að koma í ljós,“ segir Ásta.
Bláskógabyggð Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira