Segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. apríl 2023 20:07 Óskar Snorri og Agnes Fríða, nemendur skólans, sem gefa félagslífinu sína bestu einkunn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var hátíðarstemning á Laugarvatni í dag þegar menntaskólinn á staðnum fagnaði 70 ára afmæli sínu. Um 130 nemendur stunda nám við skólann og búa þeir allir á heimavist. Nemendur segja félagslífið langskemmtilegast við skólann. Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur afmælishátíðarinnar en hátíðardagskráin fór fram í íþróttahúsinu á Laugarvatni. Kór skólans söng tvö lög og svo voru flutt nokkur ávörp og opið hús var í skólanum. Málverk af fyrrverandi skólameistara, Halldóri Páli Halldórssyni var afhjúpað en Gunnar Júlíusson, listamaður og fyrrverandi nemandi skólans málaði verkið. „Þetta er skóli, sem byggir á öflugum hefðum og öflugu bóknámi en grundvallast kannski fyrst og fremst í góðu félagslífi og þessu lífi, sem skapast og stemmingunni á heimavistinni. Skólinn er mjög vinsæll enda eigum við bara mjög góðu gengi að fagna hér,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni. Skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, Jóna Katrín Hilmarsdóttir með forseta Íslands þegar hann mætti til hátíðardagskrárinnar á Laugarvatni í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Kæru Laugvetningar, hjartanlega til hamingju með afmælið og megi Menntaskólinn að Laugarvatni áfram vaxa og dafna landi og þjóð til heilla. Megið þið halda í forna siði en fagna um leið ferskum straumum,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands meðal annars í ávarpi sínum. Óskar H. Ólafsson var í fyrsta árgangi skólans. „Við vorum tíu félagarnir, sem útskrifuðumst 1954 fyrsta árið. Skólinn var þá bara eins og hann er núna. Hann saman stóð af góðu fólki, góðum kennurum og góðum nemendum,“ segir Óskar. Óskar H. Ólafsson, sem var í fyrsta árgangi skólans en hann hér með syni sínum, Óskari Hafsteini Óskarssyni, presti í Hruna í Hrunamannahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Núverandi nemendur skólans segja félagslífið miklu skemmtilegra en námið sjálft. „Ó já, miklu skemmtilegra, jú, jú, það er eiginlega ekkert hægt að þræta um það,“ segir Agnes Fríða Þórðardóttir stallari skólans. “Það eru ógleymanleg kvöld þegar maður er upp í herbergi með vinum og félögum að spila og spjalla, það er það sem er félagslífið, það erum við krakkarnir, “ segir Óskar Snorri Óskarsson fyrrverandi stallari skólans. Halldóra Páll Halldórsson, fyrrverandi skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni er ánægður með málverkið af sér, sem var afhjúpað í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Bláskógabyggð Skóla - og menntamál Framhaldsskólar Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Sjá meira