„Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu“ Jón Már Ferro skrifar 13. apríl 2023 12:01 Einar Ingi Hrafnsson, leikmaður Aftureldingar. Vísir/Bára „Leikmennirnir sem eru með mér hafa lært að gefa inn á línu. Ég er búinn að tuða í þeim í 6 ár, það er byrjað að skila sér. Svo er nálgunin búin að vera rétt allt tímabilið,“ sagði hinn 39 ára gamli leikmaður Aftureldingar, Einar Ingi Hrafnsson. Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur. Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira
Einar var valinn besti línumaður Olís deildar karla í handbolta af sérfræðingum Handkastsins. Ágúst Birgisson og Jón Bjarni Ólafsson, leikmenn FH, Kári Kristján Kristjánsson, leikmaður ÍBV og Þórður Tandri Ágústsson, leikmaður Stjörnunnar, voru einnig tilnefndir. „Þegar menn átta sig á að þegar þú gefur á línu kemur það alltaf allt til baka til þín aftur. Það skilar sér margfalt til baka til skyttana og miðjunnar þegar þú gefur á línu. Það er stór þáttur í því að menn eru búnir að vaxa og þroskast í Mosfellsbænum.“ Einar segist ekki vilja gefa út hvort hann hætti eftir tímabilið vegna þess hve spennandi hlutir séu að gerast í Aftureldingu. Hann segir aukna trú vera að byggjast upp og spilamennska liðsins hafi vaxið í vetur. Það geri honum erfitt fyrir að hætta. „Ég er allavega ekki að fara að opinbera neitt í Handkastinu. Ég er allavega undir feldi, mjög þykkum feldi.“ Einar Ingi Hrafnsson er erfiður viðureignar.Vísir/Daníel Einar var spurður að því hvort hann væri í betra líkamlegu formi á nú á lokametrum ferilsins en áður á ferlinum. „Þetta er ósköp svipað þannig séð. Ég held að hausinn sé kærulausari. Framan af á ferlinum hugsaði maður bara um að skora mörk, maður hélt að það væri það sem skipti máli. Aldurinn hefur kennt manni að það skiptir ekki mestu máli heldur stoðsendingar. Án stoðsendinga eru engin mörk.“ Á dögunum varð Afturelding bikarmeistari. „Já það var eitthvað sem losnaði við þennan bikartitil. Ég sagði við ykkur síðast, ungu strákarnir eru svolítið vitlausir, vita ekki alveg hvað þetta þýðir. Við bara lentum, tókum 95oktan bensín á vélina og aftur á loft. Við erum bara á leiðinni hærra.“ Umræðu um þetta má hlusta í spilarnum að neðan. Umræðan um Einar Inga byrjar eftir 29 mínútur.
Olís-deild karla Handkastið Afturelding Mest lesið Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Enski boltinn KR sækir ungan bakvörð Körfubolti „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Þjóðhátíðarleikur í Eyjum og allskonar annað Sport „Sýna að maður eigi það skilið“ Körfubolti Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Enski boltinn Fleiri fréttir Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Sjá meira