Engir eftirbátar Norðmanna Sólveig Kr. Bergmann skrifar 12. apríl 2023 13:30 Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áliðnaður Stóriðja Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Sjá meira
Fréttablaðið fjallaði nýverið um meinta orkusóun í íslenskum áliðnaði, en sú frétt virðist eingöngu unnin upp úr gögnum sem Landvernd hefur aflað. Í fréttinni var haft eftir framkvæmdastjóra Landverndar að íslensk álver væru miklir eftirbátar álvera Norsk Hydro hvað varðar raforkunotkun á hvert framleitt tonn af áli. Þetta er einfaldlega rangt. Meðalnotkun orku í álverum Norsk Hydro er 13,8 MWst/t (megawattstundir á hvert framleitt tonn af áli). Orkunotkun við framleiðslu í álveri Norðuráls á Grundartanga síðustu þrjú ár er nákvæmlega sú sama, 13,8 MWst/t. Það sem af er þessu ári er talan á Grundartanga reyndar nokkuð lægri eða 13,5 MWst/t. Í frétt Fréttablaðsins var sérstaklega bent á orkunotkun í Karmöy álverinu í Noregi, sem er 12,3 MWst/t. Álverið í Karmöy er spennandi tilraunaverkefni hjá Hydro sem naut fjárstuðnings norskra stjórnvalda sem jafngilti um 26 milljörðum íslenskra króna árið 2015. Árangurinn þar er markverður og vonandi verður hægt að nýta niðurstöður tilraunanna til að minnka orkunotkun í álverum framtíðarinnar. Það er þó enn á huldu. Norðurál greiddi tæpa 40 milljarða króna fyrir raforku á Íslandi árið 2022, en raforkukostnaður er stærsti einstaki kostnaðarliðurinn í okkar rekstri. Við höfum því mikinn efnahagslegan hvata til að nýta raforkuna eins vel og unnt er og höfum lagt í verulegar fjárfestingar til að svo sé. Álframleiðsla er flókið og tæknivætt ferli. Það er ekki auðvelt að ná að viðhalda slíkum árangri, heldur er það aðeins gert með verulegri vinnu og tilkostnaði. Vonandi tekst okkur að halda áfram á þeirri vegferð. Til glöggvunar er rétt að nefna það sem fylgir næst á eftir þegar ál er framleitt í kerskála. Næsta skref fer fram í steypuskálum þar sem heitt álið er sett í mót eða vélar og steypt í hleifa, málmblöndur eða sívalninga, allt eftir óskum viðskiptavina. Í því ferli er hefðbundið að nota gasbrennara til að stýra hita málmsins. Norðurál hætti því fyrir margt löngu og notar rafknúna ofna í stað gass. Það á einnig við í nýjum steypuskála sem nú er í byggingu, en þannig er dregið úr losun á CO2 um tugi þúsunda tonna á hverju ári. Það er ánægjulegt að forsvarsfólk Landverndar sýni orkunýtingu og orkuskiptum þann áhuga sem fréttin ber vitni um. Betri orkunýting mun skipta miklu máli í baráttunni við loftslagsvána og því stóra verkefni að skipta út jarðefnaeldsneyti fyrir umhverfisvænni kosti. Íslenskt ál mun leika lykilhlutverk í þeirri vegferð. Við hjá Norðuráli framleiðum ál með góðri orkunýtni og einu lægsta kolefnisspori í heimi, enda er álið okkar eftirsótt, m.a. hjá kröfuhörðustu bílaframleiðendum Evrópu. Stöðugt er unnið að lágmörkun umhverfisáhrifa og ábyrgri nýtingu orku og hráefna. Það er áhugaverð staðreynd að ef öll álver í heiminum framleiddu ál með sama hætti og Norðurál gerir myndi losun CO2 á heimsvísu minnka um 550 milljón tonn á ári. Til samanburðar nemur heildarlosun Íslands 4,5 milljónum tonna á ári. Við erum því ansi stolt af álinu okkar, fyrirtækinu og fólkinu. Upplýsingar um orkunýtni Norsk Hydro. Höfundur er framkvæmdastjóri samskipta hjá Norðuráli.
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson Skoðun