Ekki bjart fram undan í kjaradeilu sjómanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 11. apríl 2023 11:15 Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambandsins segir að gerðar hafi verið athugasemdir við lengd 10 ára kjarasamningsins. Kjaradeila sjómannafélaga og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) er komin til Ríkissáttasemjara en engir fundir hafa verið boðaðir. Hólmgeir Jónsson framkvæmdastjóri Sjómannasambands Íslands er ekki bjartsýnn á framhaldið. Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða. Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Rúmur mánuður er síðan sjómenn höfnuðu 10 ára kjarasamningi sem undirritaður var 9. febrúar. Hafa nú sjómenn því nú verið samningslausir síðan í desember árið 2019. „Það er verið að skoða núna hvers vegna samningurinn var felldur. Ef það er hægt að laga eitthvað reynum við það. Það er ekkert bjart fram undan. Ég sé ekki að þetta klárist á næstunni,“ segir Hólmgeir. Býst við fundum í vor Engar viðræður hafa farið fram eftir að samningurinn var felldur, þann 10. mars. Þó að Ríkissáttasemjari hafi ekki boðað til fundar býst Hólmgeir við því að það verði gert í vor. „Menn vilja hittast og sjá hvort að það sé einhver lausn til,“ segir hann. 32 prósent félagsmanna í fjórum félögum greiddu atkvæði með kjarasamningnum en 67 prósent á móti. Fyrir utan Sjómannasambandið eru þetta Félag skipstjórnarmanna, Sjómanna og vélstjórafélag Grindavíkur og VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna. Kjörsóknin var 48 prósent. 10 ára samningarnir undirritaðir í febrúar hjá Aðalsteini Leifssyni ríkissáttasemjara.Viktor Örn Í samningnum var kveðið á um 13,1 prósenta hækkun á almennum launaliðum en tímakaup og álag tæki mið af kauptryggingu. Það sem stéttarfélögin voru hvað ánægðust með að koma í gegn voru 3,5 prósenta hækkanir á mótframlagi útgerðar í lífeyrissjóð. Það átti að fara úr 8 prósentum í 11,5. Lengd samningsins vakti athygli, 10 ár, en hann var hins vegar uppsegjanlegur eftir 4 ár. Athugasemdir gerðar við lengdina Aðspurður um kortlagningu á höfnun samningsins segir Hólmgeir að henni sé ekki lokið. „Lengdin var eitt af því sem menn voru með athugasemdir við. En líka fleiri atriði,“ segir hann. Ekki hafi verið gerðar athugasemdir við þær kauphækkanir sem samið var um. Eins og staðan sé núna sé það svolítið á reiki hvað sjómenn vilja fá í næsta samning. „Það er ekki augljóst í dag hvernig hægt sé að lenda málinu,“ segir Hólmgeir. Ýmis atriði í kjaramálum sjómanna hafa verið umdeild. Svo sem kostnaðarþátttaka sjómanna í olíugjaldi og nýsmíði nýrra skipa. Sjómenn eru ekki óvanir því að fara í verkfall og í nokkur skipti hefur ríkið stigið inn í kjaradeilur með lagasetningu. Síðasti samningur var undirritaður eftir 10 vikna verkfall í febrúar árið 2017. En þá höfðu sjómenn verið samningslausir í sex ár. Sá samningur var hins vegar aðeins naumlega samþykktur með tæplega 53 prósent atkvæða.
Kjaramál Sjávarútvegur Tengdar fréttir Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41 Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46 Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Fleiri fréttir Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Sjá meira
Sjómenn hafna tímamótasamningi: „Mikil vonbrigði“ Öll aðildarfélög innan Sjómannasambands Íslands hafa fellt nýgerðan kjarasamning í atkvæðagreiðslu. Samningurinn var talinn vera tímamótasamningur enda gilti hann til tíu ára. 10. mars 2023 16:41
Sjómenn skrifa undir lengstu samninga sögunnar Kátt var á hjalla og vöfflulyktin angaði í Karphúsinu í kvöld þar sem forsvarsmenn Sjómannasambands Íslands og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) skrifuðu undir nýja kjarasamninga. Samningar þessir eiga að gilda til tíu ára. 9. febrúar 2023 23:46