Hækkar yfirdráttinn til að sjá tvíburana sína á EM Sindri Sverrisson skrifar 11. apríl 2023 07:30 Snædís María Jörundsdóttir með boltann í leik með Stjörnunni í fyrra. Hún er á leið á EM í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fótboltatvíburar úr Garðabæ munu spila fyrir Íslands hönd í lokakeppnum Evrópumóts U19-landsliða í sumar. Þau Snædís María og Sigurbergur Áki eiga ekki langt að sækja íþróttahæfileikana. Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla. Stjarnan Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira
Það telst til mikilla tíðinda að Ísland komist í lokakeppni EM í fótbolta en í sumar munu bæði U19-landslið kvenna og karla spila þar. Karlaliðið spilar á Möltu á mótinu sem fram fer 3.-16. júlí en kvennaliðið í Belgíu 18.-30. júlí. Þetta þýðir að EM-ævintýri verður stór hluti af sumrinu hjá fjölskyldu þeirra Snædísar og Sigurbergs en foreldrar þeirra eru Herdís Sigurbergsdóttir og Jörundur Áki Sveinsson. Herdís er fyrrverandi landsliðsfyrirliði í handbolta og Jörundur Áki þjálfaði á sínum tíma meðal annars kvennalandslið Íslands í fótbolta og er í dag yfirmaður knattspyrnusviðs KSÍ. Foreldrarnir ætla sér að sjálfsögðu að vera á báðum mótum og fylgja tvíburunum eftir. „Ég er að fara að hækka yfirdráttinn og verð á Möltu og í Belgíu allan júlímánuð,“ segir Herdís í samtali við RÚV. Hún var viðstödd í Danmörku á dögunum þegar íslensku stelpurnar tryggðu sig inn á EM og hún var einnig í Englandi þegar strákaliðið kom sér á sitt EM. Jörundur Áki segir við RÚV að hann búist einnig við því að mæta á bæði mótin. „Ég reikna með því starfsins vegna en færi að sjálfsögðu út sem stoltur faðir,“ segir Jörundur. Sigurbergur og Snædís, sem urðu 19 ára í síðasta mánuði, spila bæði með Stjörnunni. Sigurbergur kom inn á sem varamaður í tapinu gegn Víkingi í gær, í fyrstu umferð Bestu deildar karla, en hann var að láni hjá Gróttu í Lengjudeildinni í fyrra. Snædís var að láni hjá Keflavík seinni hluta síðustu leiktíðar en hefur þegar leikið 37 leiki í efstu deild og þar af eru 30 fyrir Stjörnuna. Hún hefur leikið 13 leiki fyrir U19-landsliðið og skorað í þeim 5 mörk, og Sigurbergur á að baki 10 leiki fyrir U19-landsliðið. Þess má geta að Sigurbergur og Snædís eru ekki einu systkinin sem búast má við að spili á Evrópumótunum í sumar því þau Orri Steinn og Emelía Óskarsbörn verða þar eflaust einnig. Þau eru börn Laufeyjar Kristjánsdóttur og Óskars Hrafns Þorvaldssonar sem stýrir Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla.
Stjarnan Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Sjá meira