Galið að MS hafi aðgang að upplýsingum um nýfædd börn og herji á foreldra Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. apríl 2023 20:48 Hulda gerir athugasemdir við að MS beini spjótum sínum að nýbökuðum foreldrum í þeim tilgangi að selja þeim stoðmjólk. Aðsend Móðir ungs barns er gagnrýnin á bæklinga sem Mjólkursamsalan hefur sent á foreldra ungra barna, þar sem Stoðmjólk, vara frá fyrirtækinu, er auglýst. „Þetta er bæklingur sem ég veit að ég á von á. Ég fékk þetta þegar dóttir mín fæddist fyrir fimm árum og vinkonur mínar sem eru með lítil börn hafa verið að fá þessa bæklinga,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa heyrt af því að nýbakaðir foreldrar hafi nýlega fengið stoðmjólkurbæklinga senda heim. Hún segir bæklingasendingar MS koma undarlega fyrir sjónir. Framan á bæklingnum, sem skartar mynd af ungu barni með pela, stendur „MS-stoðmjólk. Barnsins stoð og stytta.“ Hulda vakti fyrst máls á bæklingasendingunum á Twitter. Ég mun sturlast ef MS sendir mér aftur bækling heim um að litla barnið mitt þurfi stoðmjólk úr kú.Í fyrsta lagi: hvernig veit MS að ég var að eignast barn?Í öðru lagi, hafa þau leyfi til að senda mér póst, merktan mér eða nýfæddu barni mínu í markaðsskyni?Þetta er ógeðslegt.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) April 9, 2023 „Ég nota ekki mjólkurvörur og það er örugglega þess vegna sem þetta slær mig svona óþægilega. Það virðist vera að MS fái upplýsingar um hver eignast börn á Íslandi og hvenær, og sé að senda heim til foreldra sex til sjö mánaða barna auglýsingabækling um stoðmjólk, sem er vara frá þeim. Sem er bara galið,“ segir Hulda. Ekki fengust viðbrögð frá MS við vinnslu fréttarinnar en Þjóðskrá býður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum aðgang að upplýsingum um nýfædd börn gegn gjaldi. Ekki liggur fyrir hvort MS nýti sér þessa þjónustu í markaðsstarfi sínu. Hulda minnist í þessu samhengi á Eimskipahjálmamálið sem vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum. Þá kom Reykjavíkurborg í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk fengi gefins hjálma frá Eimskipum í samstarfi við Kiwanis-félagið, þar sem hjálmarnir voru merktir félaginu. „Í samhengi við þetta, þá er inni á Heilsuveru talað um Krakkalýsi, sem er vörumerki. Það er mælt með Smjörva, sem er líka vörumerki. Og þetta miðar að börnum, sem mér finnst galið,“ segir Hulda. Hún hefur sent Persónuvernd fyrirspurn vegna málsins. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar, af hverju þau hafi aðgang að þeim, og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona,“ segir Hulda. Hún tekur þá dæmi og spyr hvers vegna barnavöruverslanir megi ekki senda nýbökuðum foreldrum auglýsingaskeyti inn um lúguna. „Mæður bera oft höfuðábyrgð á næringu ungbarna sinna og það að senda markaðsefni eins og þetta heim til þreyttra mæðra eða feðra í orlofi sem hafa ef til vill ekki tíma og þrek í að setja mörk, tilkynna eða kvarta, er svo mikill yfirgangur.“ Breyttir tímar Hulda segir að það sem mestu máli skipti í þessu samhengi sé að ekki sé um lífsnauðsynlega vöru að ræða. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ segir Hulda. Í bæklingnum er meðal annars að leiðbeiningar um hvernig stoðmjólkur skal neytt. Neðst í horninu má svo sjá glaðbeitt barn.Aðsend Hulda er vegan, og neytir því engra dýraafurða. Hún segir að í vegansamfélaginu sé fólk alveg meðvitað um að börn þurfi fitusýrur, járn og önnur mikilvæg næringarefni. „En að vera að ota að okkur einhverjum ákveðnum vörum, bara af því að það var þannig í gamla daga, það er bara gamaldags finnst mér og gerir lítið úr þeirri þekkingu sem fólk getur aflað sér sjálft.“ Hún segist þó skilja að um sé að ræða einhverskonar leifar af gömlum tímum. „Við þurftum þetta í gamla daga, sem er skiljanlegt. Við þurftum þetta til að lifa af og það er eitthvað þjóðarstolt í þessu. Maður skilur menninguna og hefðina í þessu, en það eru bara breyttir tímar,“ segir Hulda. Börn og uppeldi Auglýsinga- og markaðsmál Persónuvernd Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira
„Þetta er bæklingur sem ég veit að ég á von á. Ég fékk þetta þegar dóttir mín fæddist fyrir fimm árum og vinkonur mínar sem eru með lítil börn hafa verið að fá þessa bæklinga,“ segir Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa heyrt af því að nýbakaðir foreldrar hafi nýlega fengið stoðmjólkurbæklinga senda heim. Hún segir bæklingasendingar MS koma undarlega fyrir sjónir. Framan á bæklingnum, sem skartar mynd af ungu barni með pela, stendur „MS-stoðmjólk. Barnsins stoð og stytta.“ Hulda vakti fyrst máls á bæklingasendingunum á Twitter. Ég mun sturlast ef MS sendir mér aftur bækling heim um að litla barnið mitt þurfi stoðmjólk úr kú.Í fyrsta lagi: hvernig veit MS að ég var að eignast barn?Í öðru lagi, hafa þau leyfi til að senda mér póst, merktan mér eða nýfæddu barni mínu í markaðsskyni?Þetta er ógeðslegt.— Hulda Tölgyes (@hulda_tolgyes) April 9, 2023 „Ég nota ekki mjólkurvörur og það er örugglega þess vegna sem þetta slær mig svona óþægilega. Það virðist vera að MS fái upplýsingar um hver eignast börn á Íslandi og hvenær, og sé að senda heim til foreldra sex til sjö mánaða barna auglýsingabækling um stoðmjólk, sem er vara frá þeim. Sem er bara galið,“ segir Hulda. Ekki fengust viðbrögð frá MS við vinnslu fréttarinnar en Þjóðskrá býður fyrirtækjum, stofnunum og einstaklingum aðgang að upplýsingum um nýfædd börn gegn gjaldi. Ekki liggur fyrir hvort MS nýti sér þessa þjónustu í markaðsstarfi sínu. Hulda minnist í þessu samhengi á Eimskipahjálmamálið sem vakti mikla athygli fyrir nokkrum árum. Þá kom Reykjavíkurborg í veg fyrir að skólabörn í 1. bekk fengi gefins hjálma frá Eimskipum í samstarfi við Kiwanis-félagið, þar sem hjálmarnir voru merktir félaginu. „Í samhengi við þetta, þá er inni á Heilsuveru talað um Krakkalýsi, sem er vörumerki. Það er mælt með Smjörva, sem er líka vörumerki. Og þetta miðar að börnum, sem mér finnst galið,“ segir Hulda. Hún hefur sent Persónuvernd fyrirspurn vegna málsins. „Ég spyr hvaðan MS fær þessar upplýsingar, af hverju þau hafi aðgang að þeim, og hvers vegna þetta fyrirtæki megi senda svona,“ segir Hulda. Hún tekur þá dæmi og spyr hvers vegna barnavöruverslanir megi ekki senda nýbökuðum foreldrum auglýsingaskeyti inn um lúguna. „Mæður bera oft höfuðábyrgð á næringu ungbarna sinna og það að senda markaðsefni eins og þetta heim til þreyttra mæðra eða feðra í orlofi sem hafa ef til vill ekki tíma og þrek í að setja mörk, tilkynna eða kvarta, er svo mikill yfirgangur.“ Breyttir tímar Hulda segir að það sem mestu máli skipti í þessu samhengi sé að ekki sé um lífsnauðsynlega vöru að ræða. „Umhverfi okkar er þannig í dag að við getum lesið okkur til, valið hvaða næringu við ætlum að gefa og það þarf ekki að ota ákveðinni vöru frá MS að okkur,“ segir Hulda. Í bæklingnum er meðal annars að leiðbeiningar um hvernig stoðmjólkur skal neytt. Neðst í horninu má svo sjá glaðbeitt barn.Aðsend Hulda er vegan, og neytir því engra dýraafurða. Hún segir að í vegansamfélaginu sé fólk alveg meðvitað um að börn þurfi fitusýrur, járn og önnur mikilvæg næringarefni. „En að vera að ota að okkur einhverjum ákveðnum vörum, bara af því að það var þannig í gamla daga, það er bara gamaldags finnst mér og gerir lítið úr þeirri þekkingu sem fólk getur aflað sér sjálft.“ Hún segist þó skilja að um sé að ræða einhverskonar leifar af gömlum tímum. „Við þurftum þetta í gamla daga, sem er skiljanlegt. Við þurftum þetta til að lifa af og það er eitthvað þjóðarstolt í þessu. Maður skilur menninguna og hefðina í þessu, en það eru bara breyttir tímar,“ segir Hulda.
Börn og uppeldi Auglýsinga- og markaðsmál Persónuvernd Mest lesið Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Viðskipti innlent Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Viðskipti innlent Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Viðskipti innlent Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sjá meira