Munu rannsaka olnbogaskot aðstoðardómarans á Robertson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. apríl 2023 09:31 Skotanum Andrew Robertson var heitt í hamsi. Nick Potts/Getty Images Dómarasamtök ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, PGMOL, hafa hrint af stað rannsókn á atviki sem átti sér stað í leik Liverpool og Arsenal. Annar af aðstoðardómurum leiksins virtist gefa Andrew Robertson, leikmanni Liverpool, olnbogaskot. Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Liverpool og Arsenal mættust í stórleik á Anfield þar sem vægast sagt mikið var undir. Heimamenn eru í harðri baráttu um Meistaradeildarsæti á meðan Skytturnar eru í baráttu um meistaratitilinn sjálfan. Gestirnir frá Lundúnum komust 2-0 yfir en tókst að missa það niður í jafntefli þó svo að Mohamed Salah hafi brennt af vítaspyrnu fyrir liðið frá Bítlaborginni. Lokatölur 2-2 en það var þó atvik sem tengdist dómurunum sem stal fyrirsögnunum. Constantine Hatzidakis, annar af aðstoðardómurum leiksins, virtist gefa Robertson olnbogaskot þegar fyrri hálfleik lauk. Leikmaðurinn virtist ósáttur með störf Hatzidakis og óð upp að honum. Robertson virðist stugga við aðstoðardómaranum sem lyftir upp olnboganum í kjölfarið. Vinstri bakvörðurinn brást einkar illa við og hlaut á endanum gult spjald vegna hegðunar sinnar. The PGMOL body, which governs referees in English football, has said it is investigating the incident between linesman Constantine Hatzidakis and Andy Robertson. pic.twitter.com/XLGXNqHl4P— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) April 9, 2023 Roy Keane, sparkspekingur Sky Sports, segir Robertson hafa hagað sér eins og barn. „Hann ætti að hafa meiri áhyggjur af varnarleiknum hjá sér. Hann rífur í aðstoðardómarann fyrst.“ Dómarasamtökin hafa gefið út að þau muni rannsaka atvikið áður en ákvörðun verður tekin.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36 Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31 Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Sjá meira
Mitrovic fékk langt bann fyrir að ýta dómaranum Aleksandar Mitrovic, framherji Fulham, hefur verið úrskurðaður í átta leikja bann af enska knattspyrnusambandinu eftir hegðun sína í bikarleiknum gegn Manchester United á dögunum. 4. apríl 2023 16:36
Sjá báðir eftir hegðun sinni Marco Silva, knattspyrnustjóri Fulham og framherji hans Aleksandar Mitrovic hafa beðist afsökunar á framkomu sinni við dómarann Chris Kavanagh í bikarleik á móti Manchester United á dögunum. 30. mars 2023 09:31
Vill að Mitrović og Fernandes fái tíu leikja bann Framherjinn fyrrverandi og sparkspekingurinn Chris Sutton situr sjaldan á skoðunum sínum. Hann segir að Aleksandar Mitrović, framherji Fulham, og Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi að fá 10 leikja bann fyrir framkomu þeirra í garð dómara. 20. mars 2023 21:15