Komum í kvennaathvarfið fjölgað mikið á milli ára Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 8. apríl 2023 19:50 Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. vísir/steingrímur Dúi Komum í kvennaathvarfið fjölgaði mikið milli áranna 2021 og 2022, þetta sýnir komandi ársskýrsla athvarfsins. Framkvæmdastýra segir að margar ástæður geti skýrt aukninguna, ein sé aukin þekking almennings á starfseminni. Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum. Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira
Þegar komið er í kvennaathvarfið á ótilgreindum stað á höfuðborgarsvæðinu blasa við manni skemmtilegar skreytingar. Þær konur sem dvelja þar núna eru af einum sex þjóðernum svo páskaskreytingarnar koma úr ýmsum áttum, þá er einnig skreytt í tilefni af Ramadan mánuðinum, sem múslimar halda heilagan nú um þessar mundir. Talsverð fjölgun hefur orðið á komum í athvarfið. Árið 2021 þurftu 112 konur að dvelja í lengri eða skemmri tíma þar, árið 2022 var talan komin upp í 172 konur. Dvöl kvennana getur verið með mjög mismunandi hætti. Sumar dvelja hluta úr degi en aðrar í marga mánuði, en meðaldvöl er um það bil 19. dagar. Framkvæmdastýra félagsins telur margar ástæður geta skýrt fjölgunina. „Þetta er alveg fjölgun, töluverð fjölgun. Við teljum að þetta geti verið aukin meðvitund og minni feimni við að leita sér aðstoðar. Það er líka fjölgun á að konur komi í viðtöl til okkar,“ segir Linda Dröfn Gunnarsdóttir, framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins. Eins sé almenningur orðinn duglegri við að hringja í athvarfið og fá ráðgjöf ef upp koma áhyggjur. „Það er fólk sem vinnur í þjónustu, kennarar, nágrannar, fjölskyldur sem hringja hingað til að fá ráðgjöf um hvernig eigi að snúa sér. Hér er opinn neyðarsími allan sólarhringinn, við hvetjum konur til að leita sér aðstoðar. Það er oft þannig að konur átti sig ekki á því að það sé í ofbeldissambandi og þá er oft gott að koma og fá að spegla það.“ Núverandi húsnæði hentar ekki öllum, aðgengi fyrir fatlaða er ábótavant til dæmis, það standi þó allt til bóta og nýtt húsnæði er í bígerð. „Við erum komin með lóð frá Reykjavíkurborg og sjáum fram á að klára söfnun og skipulagningu á þessu ári og að hefjast handa við að byggja á því næsta. Við erum virkilega spenntar fyrir því, bæði til að geta veitt aðgengi fyrir fleiri konur en einnig til að auka á þjónustuna enn frekar,“ segir Linda að lokum.
Kvennaathvarfið Jafnréttismál Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Sjá meira