Baldur um Breiðablik: „Óskaplega eðlilegt að spá því að þeir verji titilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. apríl 2023 11:30 Blikar fagna marki í Meistarakeppni KSÍ þar sem þeir unnu Víkinga, 3-2. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson segir að Breiðablik sé langlíklegast til að verða Íslandsmeistari annað árið í röð. Liðinu er spáð 1. sæti Bestu deildar karla í spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. „Ég held að horfurnar séu mjög góðar fyrir Breiðablik. Það er óskaplega eðlilegt að spá því að þeir verji titilinn miðað við það sem þeir hafa gert. Þeir hafa verið í áframhaldandi vinnu. Spurningarmerkin voru að þeir misstu tvo bestu mennina sína frá því í fyrra, Ísak [Snæ Þorvaldsson] og Dag Dan [Þórhallsson],“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „En þeir fóru aldeilis út á markaðinn og keyptu leikmenn, bættu við hópinn og stækkuðu hann. Þeir ætla klárlega að vera undirbúnir undir þetta mikla álag sem kemur um mitt sumar. Eins og þetta lítur út núna held ég að það sé ekki hægt að búast við öðru en að þeir séu liðið sem hin liðin þurfa að slá út til að ná í bikarinn.“ Baldur segir að áhyggjuefnin sem snúa að Breiðabliki séu ekki mörg en þó nokkur. „Það er erfitt að sjá mörg áhyggjuatriði en það eru punktar. Í fyrsta lagi er andlega erfitt fyrir leikmenn að verja titil því mér finnst þetta vera jafnara í ár heldur en í fyrra. Þeir munu ekki byrja á sínum heimavelli og ekki komast á þetta skrið eins og í fyrra þar sem þeir unnu fyrstu átta leikina sína,“ sagði Baldur. „Þeir eru með stóran hóp og það verður verkefni fyrir Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks] að hópnum sáttum og stórum til að vera klárir í allar keppnir og þegar álagið er sem mest. Þeir eru mjög vel mannaðir í öllum stöðum.“ Fyrsti leikur Breiðabliks í Bestu deildinni er gegn HK mánudaginn 10. apríl. Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
„Ég held að horfurnar séu mjög góðar fyrir Breiðablik. Það er óskaplega eðlilegt að spá því að þeir verji titilinn miðað við það sem þeir hafa gert. Þeir hafa verið í áframhaldandi vinnu. Spurningarmerkin voru að þeir misstu tvo bestu mennina sína frá því í fyrra, Ísak [Snæ Þorvaldsson] og Dag Dan [Þórhallsson],“ sagði Baldur sem er einn sérfræðinga Stöðvar 2 Sports um Bestu deildina. „En þeir fóru aldeilis út á markaðinn og keyptu leikmenn, bættu við hópinn og stækkuðu hann. Þeir ætla klárlega að vera undirbúnir undir þetta mikla álag sem kemur um mitt sumar. Eins og þetta lítur út núna held ég að það sé ekki hægt að búast við öðru en að þeir séu liðið sem hin liðin þurfa að slá út til að ná í bikarinn.“ Baldur segir að áhyggjuefnin sem snúa að Breiðabliki séu ekki mörg en þó nokkur. „Það er erfitt að sjá mörg áhyggjuatriði en það eru punktar. Í fyrsta lagi er andlega erfitt fyrir leikmenn að verja titil því mér finnst þetta vera jafnara í ár heldur en í fyrra. Þeir munu ekki byrja á sínum heimavelli og ekki komast á þetta skrið eins og í fyrra þar sem þeir unnu fyrstu átta leikina sína,“ sagði Baldur. „Þeir eru með stóran hóp og það verður verkefni fyrir Óskar [Hrafn Þorvaldsson, þjálfara Breiðabliks] að hópnum sáttum og stórum til að vera klárir í allar keppnir og þegar álagið er sem mest. Þeir eru mjög vel mannaðir í öllum stöðum.“ Fyrsti leikur Breiðabliks í Bestu deildinni er gegn HK mánudaginn 10. apríl.
Besta deild karla Breiðablik Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti „Nú er nóg komið“ Fótbolti Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira