„Myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 4. apríl 2023 14:33 Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir ræddi um þróun í förðun fermingarstúlkna í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Bylgjan Snyrtifræðingurinn Maríanna Pálsdóttir segir þær útlitskröfur sem fermingarstúlkur setja á sjálfar sig í dag vera komnar út í öfgar, eins og svo margt annað sem snýr að fermingum í dag. Foreldrar séu hluti af vandamálinu og verði að sýna ábyrgð. Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan. Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira
Fermingar hafa verið mikið í umræðunni undanfarin misseri vegna þess hve kostnaðarsamar og ýktar þær eru orðnar og þar er útlit fermingarbarnanna engin undantekning. Hér áður fyrr tíðkaðist það að fermingarstúlkur fengju að setja á sig gloss og jafnvel smá maskara fyrir stóra daginn - en nú er öldin önnur. Dæmi um að boðið sé upp á fermingartilboð á útlitsmeðferðum „Mér finnst vera ofboðslega mikið um það að stúlkur sérstaklega séu að farða sig of mikið. Þær líta oft út fyrir að vera bara 25 ára en ekki börn. Þetta finnst mér komið út í öfgar,“ segir Maríanna sem var viðmælandi í Reykjavík síðdegis nú á dögunum. Maríanna nefnir sem dæmi að útlitsmeðferðir á borð við hárlitun, augabrúnalitum, gerviaugnhár, gervineglur og brúnkukrem séu orðnar algengar á meðal fermingarstúlkna. Þá eru einnig til dæmi um það að snyrtistofur bjóði upp á sérstök fermingartilboð á hinum ýmsu meðferðum. „Það er náttúrlega galið að fyrirtæki séu að reyna að stíla inn á það að ná til þessara barna sem láta glepjast af einhverjum tilboðum á gervinöglum til dæmis. Það getur ekki verið eðlilegt en auðvitað þurfa foreldrarnir að stíga inn í þetta.“ Dæmi eru um það að boðið sé upp á fermingartilboð á hinum ýmsu útlitsmeðferðum.Getty Foreldrar þurfi að opna augun Maríanna er þeirrar skoðunar að börn á fermingaraldri ættu að halda í unglegt og náttúrulegt útlit sitt. Með tilkomu samfélagsmiðla á borð við TikTok verði hins vegar sífellt yngri börn berskjölduð fyrir útlitstengdum áróðri í gegnum áhrifavalda og auglýsingar. „Þetta er svo mikið foreldravandamál líka og foreldrar þurfa bara að fara að opna augun sín fyrir því að taka ekki þátt í þessu kjaftæði,“ segir Maríanna. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir ekki málið á fermingardaginn Sjálf starfar Maríanna á Snyrtistofu Reykjavíkur. Aðspurð hvað hún myndi gera fyrir fermingarstúlku sem myndi koma inn á stofu til hennar segir hún: „Ég myndi fyrst og fremst spyrja hana hverjar hennar óskir eru fyrir þennan dag. Ef hún myndi biðja mig um að farða sig og vill að ég farði sig ofboðslega mikið, þá myndi ég reyna að tala hana frá því.“ Að mati Maríönnu er léttur farði, varasalvi og smá maskari passleg förðun á fermingardaginn. Skyggingar og dökklitaðar augabrúnir séu hins vegar ekki alveg málið. „Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gerviaugnhár á fermingarbarn. Ég myndi aldrei taka þátt í því að setja gervineglur á fermingarbarn. Kannski lakka og setja ljósbleikt naglalakk á neglurnar, mér finnst það allt í lagi,“ segir hún. Góð húðumhirða lykilatriði Að lokum bendir Maríanna á það að það sé ekki hollt fyrir húðina að farða hana of mikið. Þessi í stað ætti að kenna ungmennum að hugsa vel um húðina, hreinsa hana vel kvölds og morgna og nota gott krem. „Þá þurfa þau ekki að nota neinn farða til þess að hylja eitt eða neitt.“ Viðtalið við Maríönnu er að finna í spilaranum hér fyrir neðan.
Hár og förðun Fermingar Bylgjan Reykjavík síðdegis Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Fleiri fréttir „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Sjá meira