Evrópumeistarar með yfirdrátt Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 4. apríl 2023 11:01 „Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Alþingi Fjármál heimilisins Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt. Fjármálaáætlun er verulega ólíkleg til auka væntingar um að verðbólga fari niður. Fyrir utan hækkun á tekjuskatti fyrirtækja á næsta ári þá lýsti fjármálaráðherra óbreyttri stefnu í þessari áætlun. Engin innistæða er fyrir stórum orðum um að ríkissjóður muni loksins taka þátt í baráttunni við verðbólgu. Ekkert er talað um hvernig eigi að flýta því að greiða niður skuldir og lækka þannig ævintýralega háan vaxtakostnað íslenska ríkisins sem myndi hjálpa til við að ná niður verðbólgu. Ríkisstjórnin ætlar að reka ríkið með halla út árið 2027. Fá Evrópuríki eru með hærra hlutfall vaxtakostnaðar en Ísland og vaxtakostnaður er þriðji stærsti útgjaldaliður ríkisins. Og Ísland ætlar áfram að blanda sér alvarlega í baráttuna um Evrópumeistaratitilinn í vaxtakostnaði. Hagvöxtur minni á Íslandi Vandi fólksins í landinu núna er að þetta aðgerðaleysi fjármálaráðherra mun kosta. Verðbólga til lengri tíma, áframhaldandi háir vextir og jafnvel 13. stýrivaxtahækkunin í maí mun bitna á buddu almennings. Áþreifanlega viðbragðið er skattahækkun á fyrirtæki í boði Sjálfstæðisflokksins sem lofaði lágvaxtaskeiði og skattalækkunum í síðustu kosningum. Þeim loforðum hefur nú verið skipt út fyrir frasa eins og „frumjöfnuður ríkisins er góður“. En hvað þýðir það? Það er dálítið eins og að tala um góða afkomu heimilis áður en búið er að taka afborganir af lánum með í reikninginn. Það er heildarafkoman sem skiptir máli en ekki svipmynd af stöðunni á miðri leið. Og þjóð með tvöfalt hærra hlutfall vaxtakostnaðar en aðrar þjóðir hlýtur að miða við heildarafkomu. Fjármálaráðherra talar á sama tíma um öfundsverða stöðu Íslands hvað varðar mikinn hagvöxt. Þegar leiðrétt er fyrir fólksfjölgun er hagvöxtur á íbúa á Íslandi minni en í Evrópu. Hagvöxtur hér er minni. Þau sem taka á sig þyngstu byrðarnar Á Íslandi búa tvær þjóðir; þau sem lifa í krónuhagkerfinu og svo eru það stórfyrirtækin sem standa fyrir utan, fyrirtækin sem gera upp í dollara og evru – og taka ekki á sig þessar vaxtahækkanir. Verðbólga kemur alltaf verst niður á þeim sem minnst hafa á milli handanna. Ríkisstjórnin talar um að koma þeim hópi til aðstoðar. Það er bæði jákvætt og mikilvægt. Óbreytt ástand í ríkisfjármálum er á sama tíma mjög vondar fréttir fyrir millistéttina sem áfram á að taka á sig hækkandi vaxtakostnað og verðbólgu. Þetta eru barnafjölskyldur og ungt fólk sem er með lán sem hafa hækkað mikið. Aldrei hafa fleiri keypt sér sína fyrstu íbúð en á árunum 2020 og 2021. Niðurstaðan er sú að millistéttin í landinu og litlu og meðalstóru fyrirtækin taka á sig þyngstu byrðarnar vegna vaxtahækkana. Ríkisstjórnin er skýr um að ætla ekki að skera niður í heilbrigðiskerfinu, löggæslu og almannatryggingum. Um þetta er samstaða á Alþingi. Tækifæri til hagræðingar í öðrum ríkisrekstri eru hins vegar ærin. Næg er yfirbyggingin og þetta verður að gera ef ætlunin er að ná verðbólgunni niður. En í fjármálaáætlun eru engar beinar tillögur eða aðgerðir í þá áttina. Auðvelda leiðin er farin, einstaka framkvæmdum frestað en hagræðing í sjálfum rekstri ríkisins lítil. Það er einfaldlega ekki verið að bregðast við stöðunni í dag heldur talað um mögulegar breytingar í framtíðinni sem hafa ekkert með daginn í dag að gera og eru sumar frekar óraunhæfar. Ríkisstjórnin er ekki að takast á við vandann heldur stendur kyrr og fylgist með. Horfir á eldsvoðann og bíður átekta eftir Seðlabankastjóri komi með slökkvitæki. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt síðasta haust varaði Viðreisn við því að ríkisstjórnin væri að skilja Seðlabankann einan eftir í glímunni við verðbólgu. Viðreisn var sannarlega ekki ein um þessar viðvaranir. Þetta gerðu aðilar vinnumarkaðarins sem og Seðlabankastjóri sjálfur. Það var bara ekki hlustað. Nú benda ASÍ og Samtök atvinnulífsins aftur á að fjármálaáætlunin taki ekki þau skref sem þarf til að ná verðbólgunni niður og verja þannig heimilin. Skyldi ríkisstjórnin hlusta í þetta sinn eða er henni meira kappsmál að sækja Evróputitilinn? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun