Schram mættur í hásætið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. apríl 2023 09:00 Frederik Schram í leik með Val. Vísir/Vilhelm Frederik August Albrecht Schram mætti með látum inn í Bestu deildina á síðustu leiktíð þegar hann samdi við Val um mitt sumar. Þó Valsmenn hafi ekki riðið feitum hesti þá var Schram án efa einn, ef ekki sá, besti markvörður deildarinnar. Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport] Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira
Eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði hanskana á hilluna myndaðist ákveðið skarð í Bestu deild karla í knattspyrnu. Hannes Þór óumdeilanlega besti markvörður deildarinnar þó hann hafi ekki verið upp á sitt besta frá fyrstu mínútu á Hlíðarenda. Þrátt fyrir góðar frammistöður Schram á síðustu leiktíð þá lak Valur mörkum eins og enginn væri morgundagurinn. Alls fékk hann á sig 29 mörk í 16 leikjum. Það hefur hins vegar orðið breyting á þar sem Valur, nú undir stjórn Arnars Grétarssonar, fékk varla á sig mark í Lengjubikarnum. Valur stóð uppi sem sigurvegari eftir sjö leiki þar sem liðið fékk aðeins á sig eitt mark ef frá er talin vítaspyrnukeppnin við KA í úrslitum. Sem stendur virðist nær öruggt að Frederik Schram verði sá markvörður sem mun fá á sig fæst mörk í sumar. Valsliðið mun spila góðan varnarleik frá A til Ö og þá má reikna með að Schram verði ekki beðinn um að spila stutt frá marki sínu undir pressu. Hvort það geri hann að besta markverði deildarinnar er óvíst en reikna má með að Íslandsmeistarinn Anton Ari Einarsson og bikarmeistarinn Ingvar Jónsson séu ekki sammála þeirri fullyrðingu. Blikar fengu aðeins á sig 27 mörk í 27 leikjum í Bestu deildinni á síðustu leiktíð og átti Anton Ari stóran þátt í því. Ingvar var í aðeins meiri vandræðum en með nýjum leikstíl Víkinga má reikna með að liðið fái á sig töluvert færri mörk í ár. Anton Ari Einarsson var frábær á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Það verður svo forvitnilegt að sjá hvort nýju markverðir deildarinnar stimpli sig inn með stæl. KR-ingar sóttu hinn norska Simen Lillevik Kjellevold á meðan Keflavík sótti hinn danska Mathias Rosenørn. Ólafur Kristófer Helgason átti frábært tímabil þegar Fylkir rúllaði upp Lengjudeildinni síðasta sumar og verður gaman að sjá hvernig hann plumar sig í efstu deild. Arnar Freyr Ólafsson er svo mættur aftur í efstu deild með HK og vill eflaust gera betur en síðast þegar Kóramenn féllu niður í Lengjudeildina. Besta deildin fer af stað á morgun, mánudaginn 10. apríl. Verða allir leikir umferðarinnar í beinni útsendingu. 13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
13.50 KA – KR [Rás Bestu deildarinnar]13.50 Fylkir – Keflavík [Stöð 2 Sport 5]18.20 Valur – ÍBV [Stöð 2 Sport 5]19.05 Fram – FH [Rás Bestu deildarinnar]19.05 Stjarnan – Víkingur [Rás 2 Bestu deildarinnar]19.30 Breiðablik – HK [Stöð 2 Sport]22.15 Stúkan [Stöð 2 Sport]
Fótbolti Íslenski boltinn Valur Besta deild karla Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Liverpool - Aston Villa | Rauði herinn í sárri leit að sigri Enski boltinn Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Fleiri fréttir Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Sjá meira