Spennufall eftir tilfinningaþrungið samtal við huldumanninn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 2. apríl 2023 14:53 Gerður Petra Ásgeirsdóttir ásamt föður sínum á góðri stundu til vinstri á myndinni. Huldumaðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er hægra megin, með rauðglóandi hraunið í baksýn. Samsett/Aðsend Gerður Petra Ásgeirsdóttir sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitaði logandi ljósi um helgina að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Maðurinn, Sveinn Snorri Sighvatsson, er nú fundinn. Gerður ræddi við hann í símann í dag, í fyrsta skipti eftir atvikið, og segir að tilfinningar hafa borið hana ofurliði. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri. Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“ Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
Gerður lét reyna á mátt Facebook á föstudaginn, þegar tæpt ár var liðið frá andláti pabba hennar, og auglýsti eftir góðhjartaða farþeganum sem hún lýsir sem ljósi í afar erfiðum aðstæðum. Faðir Gerðar var 72 ára þegar hann varð bráðkvaddur um borð í flugvél Play. Hún segir atvikið hafa verið erfiðasta upplifun sem systkinin hafi gengið í gegnum. Öllu máli hafi skipt að hafa góðan mann sér við hlið. Hún kann starfsfólki Play þar að auki bestu þakkir. Flugþjónar og -freyjur eigi hrós skilið fyrir að hafa staðið sig vel í erfiðum aðstæðum. Hinn hógværi huldumaður Gerður var að vonum glöð þegar undirritaður hringdi í hana fyrr í dag og tilkynnti henni að huldumaðurinn væri fundinn: Hinn hógværi Sveinn, sem vildi lítið gera úr afrekinu í samtali við fréttastofu. Gerður lítur málið öðrum augum. „Hann passaði okkur eins og hann gat. Hann sat og stóð eftir því sem ég bað hann um og mér þykir ofsalega vænt um að hafa haft hann hjá okkur. Hann var eins og klettur og á alltaf eftir að eiga stóran part í hjartanu á mér,“ segir Gerður. Eins og fyrr segir ræddu þau saman í dag eftir fund huldumannsins hógværa. Hún segir að tilfinningin hafi verið ótrúleg. „Þetta er í rauninni bara spennufall“ „Hann sagði gott, bara þakklátur fyrir að hafa getað verið hjá okkur. Hann er mjög hógvær,“ ítrekar Gerður. „En við náðum að ræða fullt af hlutum úr flugferðinni og við erum bæði sammála um það og það má koma skýrt fram að allt starfsfólk Play á hrós skilið úr þessari flugferð. Þau stóðu sig vonum framar.“ Gerður er þakklát fyrir smæð landsins, enda fannst Sveinn fljótt eftir leitina. Þau stefna á að hittast við fyrsta tækifæri: „Þetta er í rauninni bara spennufall. Við erum mikið búin að hugsa til hans. Það er virkilega gott að vera búin að finna hann. Eins og ég sagði við hann, hann gerði þessar erfiðu aðstæður eins fallegar og þær gátu verið.“
Fréttir af flugi Kanaríeyjar Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira