Hopp óttast ekki samkeppni við Uber Vésteinn Örn Pétursson og Eiður Þór Árnason skrifa 1. apríl 2023 19:20 Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp er spenntur fyrir komandi tímum. Vísir/Steingrímur Dúi Það kann að hljóma eins og aprílgabb, en Hopp, sem flestir tengja við rafhlaupahjól, hefur hafið innreið sína á leigubílamarkað í krafti nýrrar löggjafar sem tók gildi í dag. Framkvæmdastjórinn er spenntur fyrir komandi tímum. „Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum. Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
„Við erum að boða fyrsta skrefið í aðgengisbyltingu að leigubílasamgöngum á Íslandi. Við erum að nýta þessa nýju löggjöf sem tekur gildi núna 1. apríl þar sem að við getum orðið leigubílastöð og boðið upp á ferðir eins og farveitur annarra tíma,“ segir Eyþór Máni Steinarsson, framkvæmdastjóri Hopp. Sem stendur munu aðeins skráðir leigubílstjórar með atvinnu- og rekstrarleyfi geta ekið fyrir Hopp, en Eyþór segist vongóður um frekari rýmkanir á löggjöfinni til framtíðar. Nokkuð hefur borið á gagnrýni þeirra sem vilja halda leigubílamálum í fyrra horfi, sér í lagi um að með rýmkun löggjafarinnar sé öryggi farþega teflt í tvísýnu. Eyþór segir svo ekki vera. „Við viljum jafnvel segja að við séum að auka á öryggi, gagnsæi og gæði þessarar þjónustu því í okkar kerfi verður hægt að gefa einkunn og vita hver er að keyra hvern bíl á hverjum tímapunkti, bæði fyrir farþega og bílstjóra. Við tökum við greiðslu í gegnum appið sem þýðir að það verður enn þá öruggara að bílstjórinn fái greitt fyrir.“ Mikill áhugi meðal leigubílstjóra Stefnt er að því að notendur geti byrjað að notfæra sér þjónustuna síðar í vor. „En við erum núna að bjóða bílstjórum að skrá sig þar sem við getum raðað inn bílstjórum inn í appið áður en við opnum fyrir notendur að þjónustunni. Við erum náttúrlega með meira en 200 þúsund notendur á höfuðborgarsvæðinu sem eru örugglega öll ólm í betra aðgengi að leigubílum, bæði þegar kemur að þjónustu og verði,“ bætir Eyþór við. Hann segir mikinn áhuga meðal þeirra sem eru með atvinnuleyfi til að aka fyrir Hopp, til að mynda í hlutastarfi. „Það er einmitt fegurðin við nýju löggjöfina og hvernig við erum að stilla þessu upp. Við erum ekki með einhver föst stöðvargjöld eða í raun og veru nein föst gjöld svo við erum nú í fyrsta skipti með nýju löggjöfinni að gera fólki kleift að vera leigubílstjóri almennilega í hlutastarfi af því að hingað til hefur eina leiðin til þess að gera það verið að vera með svokallað harkerapróf og vinna í raun og veru í afleysingum annarra leigubílstjóra.“ Hopp hefur talað fyrir frekari rýmkunum á leigubílalöggjöfinni en er hætta á því að alþjóðarisinn Uber mæti skyndilega til Íslands og steypi Hopp af stóli? „Það er í raun og veru ekkert sem fyrirbyggir það að Uber komi nú þegar og við fögnum samkeppni af öllum toga,“ segir Eyþór að lokum.
Leigubílar Tengdar fréttir Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01 Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Hopp fer í leigubílarekstur Rafskútu- og deilibílaleigan Hopp hefur ákveðið að hefja leigubílarekstur. Ný lög um leigubílarekstur tóku gildi í dag og hefur stöðvarskylda verið afnumin, sem gerir leigubílstjórum kleift að keyra fyrir fleiri en eina stöð. 1. apríl 2023 13:01