„Myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. mars 2023 22:12 Taiwo Badmus átti frábæran leik fyrir Stólana í kvöld. Vísir/Bára Dröfn Taiwo Hassan Badmus átti frábæran leik þegar Tindastóll vann stórsigur á deildarmeisturum Vals í Subway-deild karla í kvöld. Leikurinn skipti engu máli upp á töfluna að gera en þetta var gríðarlega flottur sigur hjá Stólunum samt sem áður. „Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“ Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
„Ég er klárlega ánægður með þetta. Við komum inn í leikinn og ætlum að vera agresívir, gera okkur tilbúna fyrir úrslitakeppnina,“ sagði Badmus eftir leik og bætti við: „Það gerðum við í kvöld.“ „Við ætluðum að nota þennan leik til að vinna í okkur sjálfum. Við ætlum að mæta sterkir inn í úrslitakeppnina og til þess þurfum við að halda dampi sem við gerðum í þessum leik. Við viljum mæta í alla leiki af krafti og við munum gefa sömu orku hvort sem við erum að mæta botnliðinu eða toppliðinu.“ Það munaði aðeins tveimur stigum í hálfleik en Tindastóll var með öll völd á vellinum í seinni hálfleik og keyrði yfir Valsmenn. „Við reyndum að taka stjórn á leiknum og við náðum stjórninni um miðbik þriðja leikhluta,“ sagði Badmus en hann átti einhverja bestu troðslu tímabilsins í fjórða leikhlutanum. „Ég tók bara á loft og tróð boltanum.“ Stuðningsmenn Tindastóls voru frábærir í leiknum og var mikill fjöldi þeirra mættur á Hlíðarenda í kvöld. „Ég elska stuðningsmennina okkar. Þeir styðja okkur og það skiptir engu máli hvar við erum að spila. Þeir myndu mæta og styðja okkur þó við værum að spila í Kína. Okkur þykir vænt um þeirra stuðning,“ sagði Badmus en hann er spenntur fyrir úrslitakeppninni. Tindastóll mætir Keflavík í fyrstu umferð. „Ég upplifði úrslitakeppnina á síðasta tímabili og þá myndaðist frábært andrúmsloft hjá okkur. Vonandi verður það líka núna. Ég vil byggja á þessari frammistöðu fyrir úrslitakeppnina. Mér leið vel og liðinu líka.“
Tindastóll Subway-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07 Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 71-98 | Stólarnir skemmdu bikarfögnuð mistaranna Tindastóll gerði sér lítið fyrir og vann öruggan 27 stiga sigur er liðið heimsótti deildarmeistara Vals heim í lokaumferð Subway-deildar karla í körfubolta í kvöld. Lokatölur 71-98 og Valsmenn taka því við bikarnum eftir erfiðan leik. 30. mars 2023 22:07
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins