Lánasjóður Roman Abramovich: „Lánaði Vitesse rúmlega 17 milljarða“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2023 23:31 Roman Abramovich var eigandi Chelsea til fjölda ára. Nordicphotos/AFP Roman Abramovich, fyrrverandi eigandi enska knattspyrnuliðsins Chelsea, „lánaði“ hollenska úrvalsdeildarfélaginu Vitesse allt að 117 milljónir evra [17,4 milljarða íslenskra króna]. Þetta kemur fram í skjölum sem miðillinn The Guardian hefur nú undir höndum. Var „lánunum“ haldið leyndum en hollenska knattspyrnusambandið skoðaði tvívegis eignarhald Vitesse meðan Roman átti Chelsea. The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira
The Guardian greindi frá þessu fyrr í kvöld. Þar segir að Roman - sem seldi Chelsea síðasta vor - hafi fjármagnað Vitesse til fjölda ára á meðan hann átti Lundúnafélagið. Hollenska knattspyrnusambandið taldi maðk vera í mysunni en rannsóknir þess á eignarhaldi Vitesse sýndu ekki fram á tengingu milli félagsins í Hollandi og Roman. Þá neituðu talsmenn auðjöfursins að hann væri tengdur Vitesse. Annað hefur nú komið í ljós. The Guardian hefur undir sínum höndum það sem kallað hefur verið „ólígarkí-skjölin.“ Þar kemur fram að Roman hafi sett rúmlega 17 milljarða íslenskra króna í Vitesse í gegnum hin ýmsu skattaskjól. Vitesse var keypt árið 2010 af Merab Jordania, fyrrum knattspyrnumanni frá Georgíu með tengsl við Roman. Hann sagði þó að rússnesku auðjöfurinn væri ekki tengdur yfirtöku hans á Vitesse. REVEALED: Roman Abramovich secretly bankrolled Dutch football club Vitesse Arnhem, leaked documents suggest;Abramovich's Chelsea denied for years that the oligarch was funding Vitesse;By me with the brilliant @SimonLockTBIJ of @TBIJ and @ByRobDavies. https://t.co/1vU8joKp5O— David Conn (@david_conn) March 29, 2023 Þegar fjöldi leikmanna Chelsea fór á láni til Vitesse þá runnu á menn tvær grímur. Meðal leikmanna sem fóru til Vitesse frá Lundúnum má nefna Mason Mount og Nemanja Matić. Árið 2013 urðu eigendaskipti hjá Vitesse þegar Alexander Chigirinsky eignaðist félagið. Sá hafði einnig tengsl við Roman. Ári síðar virtist fyrrum eigandinn Jordania gefa til kynna að félögin tvö væru tengd þegar hann sagði að félagið hefði ekki fengið aukið fjármagn til að vinna Eredivisie [hollensku úrvalsdeildina] og komast undankeppni Meistaradeildar Evrópu því „London vildi það ekki.“ Reglur Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, kveða á um að lið sem mætist í Evrópukeppnum megi ekki vera undir sama eignarhaldi til að tryggja heilindi keppninnar. Þá má enginn einstaklingur eða aðili ráða yfir meiru en einu félagi sem tekur þátt í keppnum á vegum UEFA. Eftir ummæli Jordania hófst önnur rannsókn hollenska knattspyrnusambandsins á eignarhaldi Vitesse. Aftur kom ekkert undarlegt á yfirborðið, það er þangað til nú. Þegar The Guardian hafði samband við Chelsea sögðu lögfræðingar félagsins einfaldlega að félagið væri nú með nýja eigendur og Abramovich þyrfti að svara spurningum sem þessum. Lögfræðingar Abramovich neituðu að svara.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Sjá meira