Hnupluðu reiðufé af ferðamönnum með útsmoginni aðferð Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 27. mars 2023 23:14 Ferðamenn á Þingvöllum. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Á rúmum mánuði hefur Þjóðgarðinum á Þingvöllum borist upplýsingar um fimm vasaþjófnaði á Hakinu og á öðrum stöðum í Almannagjá þar sem mannmergð er. Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“ Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Í tilkynningu frá Þjóðgarðinum kemur fram að tilkynnt hafi verið um þrjú atvik í febrúar. Þá voru tvö atvik um helgina og í morgun. Einhver atvikanna hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fram kemur að Þjóðgarðurinn á Þingvöllum reyni eftir fremsta megni að aðstoða lögreglu en að auki verða sett upp tímabundin skilti til að minna gesti á að gæta að töskum og munum sínum. „Þjóðgarðurinn biðlar til ferðaþjónustuaðila að minna gesti sína á þessa hættu en hún er víða þekkt vandamál á fjölförnum ferðamannastöðum um heim allan." Skipulagður verknaður Jakob Narfi Hjaltason, leiðsögumaður og bílstjóri hjá GT Travel, var staddur ásamt hópi ferðamanna á Þingvöllum síðastliðinn föstudag og síðar hélt hópurinn að Geysi. Hann greinir frá því í færslu á Facebook að tveir úr hópnum hafi orðið fyrir barðinu á þjófum þennan dag, en fyrri þjófnaðurinn átti sér stað á Þingvöllum og sá seinni á Geysi. Samtals stálu þjófarnir 1.800 bandaríkjadollurum, sem samsvarar um 248 þúsund í íslenskum krónum. Í báðum tilfellum var viðkomandi beðinn um að taka mynd af einum af þjófunum með venjulegri myndavél. „Myndavélin er síðan ekki að virka í fyrstu og þá kemur aðili númer tvö og hjálpar að koma myndavélinni í gang og á meðan er þriðji aðilinn síðan að athafna sig, með öðrum orðum að ræna fórnarlambið sem er upptekið við að fylgjast með því sem er að gerast með myndvélina,“ segir Jakob í samtali við Vísi. Hann segir fyrra fórnarlambið ekki hafa uppgötvað þjófnaðinn fyrr en sagan endurtók sig á Geysi. Ferðamennirnir sem um ræðir eru Asíubúar sem búsettir eru í Bandaríkjunum. „Þau sögðust halda að þjófarnir hefðu verið útlendingar frekar en Íslendingar, allavega miðað við þá Íslendinga sem þau hafa séð. Í báðum tilfellum var peningurinn í mittistösku með rennilás, sem var framan á manneskjunni. Asíubúar eru ekki að nota kort eins mikið og aðrir, eru oftar með reiðufé á sér, og það virðist sem þessir þjófar séu meðvitaðir um það.“ Jakob segist hafa birt færsluna í varúðarskyni, og vonast til að settar verði upp fleiri öryggismyndavélar á svæðinu. „Það eru myndavélar á Hakinu en ekkert niðurfrá, á göngustígunum, og á meðan er þetta að gerast um hábjartan dag. Þetta er fylgifiskur ferðamennskunnar, því miður.“
Þingvellir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?