Landsbankinn vekur athygli á fölsuðu myndefni í dreifingu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2023 16:34 Einn Facebook-notandi deildi myndinni með þeim skilaboðum að þessi brandari myndi ekki koma í Vikunni á RÚV. Landsbankinn segir miður að einhver sjái sér hag í að vega að Eddu Falak með ósmekklegum hætti. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum vegna falsaðs myndskeiðs og myndar sem eru í dreifingu á samfélagsmiðlum. Á myndinni sem um ræðir sjást skilaboð sem koma upp í hraðbanka. Þar segir: „Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka. Við erum betri saman.“ Landsbankinn leggur áherslu á að bæði myndskeiðið og myndin séu fölsuð. Í tilkynningu segir: „Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.“ Landsbankinn segir að sér þyki miður að einhver sjái sér hag í að vega að umræddri manneskju með þessum ósmekklega hætti. Sagði ekki satt og rétt frá Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar var ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda sagði ekki satt og rétt frá. Enn er á huldu hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að hún gerði ráð fyrir að Edda myndi útskýra þetta allt saman betur síðar. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda hefur ekkert tjáð sig um málið að því undanskildu að hún grínaðist sjálf með að senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fengi hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu. Fjölmiðlar Íslenskir bankar Landsbankinn Tengdar fréttir Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Á myndinni sem um ræðir sjást skilaboð sem koma upp í hraðbanka. Þar segir: „Edda Falak hefur aldrei starfað í þessum banka. Við erum betri saman.“ Landsbankinn leggur áherslu á að bæði myndskeiðið og myndin séu fölsuð. Í tilkynningu segir: „Í dag hefur birst falsað myndskeið og fölsuð ljósmynd af hraðbanka Landsbankans. Á myndinni og myndskeiðinu er texti sem vísar til starfa nafngreindrar konu. Um er að ræða fölsun og að sjálfsögðu hefur slíkur texti aldrei birst í hraðbanka Landsbankans.“ Landsbankinn segir að sér þyki miður að einhver sjái sér hag í að vega að umræddri manneskju með þessum ósmekklega hætti. Sagði ekki satt og rétt frá Edda gekkst við því fyrir helgi að hafa ekki lýst stöðu sinni hjá fjármálafyrirtækjum í Danmörku rétt. Baðst hún velvirðingar á því í yfirlýsingu ásamt stjórnendum Heimildarinnar. Kom yfirlýsingin í kjölfar opins bréfs Frosta Logasonar sem hann birti á Vísi þar sem hann kvaðst hafa sannanir fyrir því að Edda hafi logið til um starfsferil sinn í fjölmiðlum. Nánar tiltekið sagði Edda meðal annars í viðtali á mbl.is að hún hafi unnið við „verðbréfamiðlun hjá virtum banka í Danmörku“. Svipuð var lýsing Eddu á starfi hennar í Kaupmannahöfn í viðtali hér á Vísi og á RÚV þar sem hún kvaðst hafa verið í „virtri stöðu hjá fjármálafyrirtæki“. Í yfirlýsingu Heimildarinnar var ekki nánar tilgreint hvað það var sem Edda sagði ekki satt og rétt frá. Enn er á huldu hvert hið rétta sé varðandi starfsferil hennar. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Heimildarinnar, sagði í viðtali við Mbl.is um helgina að hún gerði ráð fyrir að Edda myndi útskýra þetta allt saman betur síðar. Yfirlýsing Eddu Falak og ritstjóra Heimildarinnar hefur kallað fram æði misjöfn viðbrögð landsmanna á samfélagsmiðlum. Fjöldi fólks styður Eddu með þátttöku í #afsakið-herferð á meðan aðrir setja spurningamerki við trúverðugleika hennar. Edda hefur ekkert tjáð sig um málið að því undanskildu að hún grínaðist sjálf með að senda bardagakappann Gunnar Nelson á þann næsta sem fengi hana á heilann. Gunnar var gestur í Vikunni með Gísla Marteini á föstudagskvöld en Edda hefur undanfarin ár stundað líkamsrækt í Mjölni, bardagafélagi Gunnars. Þá er kærasti Eddu, Kristján Helgi Hafliðason yfirþjálfari Mjölnis í brasilísku jiu-jitsu.
Fjölmiðlar Íslenskir bankar Landsbankinn Tengdar fréttir Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41 „Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Skipti engu máli hvort Edda hafi unnið í bakaríi eða banka Hildur Lillendahl og Sóley Tómasdóttir segja aðferðir Frosta Logasonar við að reyna að „slaufa“ Eddu Falak illa rökstuddar og ódýrar. Engu máli skipti hvort hún hafi unnið í banka eða bakaríi. Vilja þær að samfélagið læri af reynslunni og hætti að láta „vænisjúka samsæriskenningasmiði“ stjórna samfélagsumræðunni. 23. mars 2023 18:41
„Ég þykist vita að Heimildin sé komin í ákveðna klemmu" „Ég mun ekki gefa upp nákvæmlega hvernig ég fékk þessar upplýsingar staðfestar eða hverja ég talaði við en ég get sagt að ég hefði aldrei komið fram með þessar ásakanir ef ég hefði ekki verið búinn að fá þetta allt saman hundrað prósent staðfest,“ segir Frosti Logason fjölmiðlamaður í samtali við Vísi. 23. mars 2023 12:38