„Skammist ykkar“ segja dönsku blöðin eftir ótrúlegt tap Dana Smári Jökull Jónsson skrifar 26. mars 2023 15:41 Danir unnu Finna á fimmtudag en runnu heldur betur á rassinn í Kasakstan í dag. Vísir/Getty Ansi óvænt úrslit urðu í undankeppni Evrópumótsins í knattspyrnu í dag þegar Danir töpuðu á útivelli gegn Kasakstan. Danir komust í 2-0 í leiknum en misstu niður forystuna á síðustu sextán mínútum leiksins. Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn. EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Danir byrjuðu undankeppni Evrópumótsins vel á fimmtudag þegar liðið lagði Finnland að velli í Kaupmannahöfn. Ungstirnið Rasmus Hojlund skoraði þá öll mörkin í 3-1 sigri og hann var á skotskónum í dag sömuleiðis. Hojlund kom Dönum í 2-0 í fyrri hálfleik og fátt leit út fyrir annað en að Danir myndu vinna þægilegan sigur í Kasakstan. Á 73. mínútu skoraði hins vegar Bakhtiyor Zaynutdinov úr víti fyrir heimamenn og gaf þeim von. Askhat Tagybergen jafnaði svo metin fjórum mínútum fyrir leikslok og ótrúleg endurkoma Kasaka var fullkomnuð einni mínútu fyrir leikslok þegar Abat Aimbetov skoraði sigurmark heimamanna. Ekstrabladet/Skjáskot Lokatölur 3-2 og það er óhætt að segja að þessi úrslit hafi farið öfugt ofan í danska fjölmiðla því fyrirsagnir þeirra eru ansi harðar. „Risastórt fíaskó- Þvílíkt niðurbrot - Vandræðalegt og niðurlægjandi,“ skrifar Ekstrabladet og Tipsbladet segir leikmönnum liðsins að skammast sín og gefur tveimur leikmönnum liðsins, þeim Christian Norgaard og Pierre-Emile Hojberg núll bolta af sex í einkunn. Þeir leika báðir í ensku úrvalsdeildinni. „Allt fór í vaskinn í síðari hálfleik og á því ber Hjulmand ábyrgð. Hjulmand brást við með þrefaldri skiptingu á 65. mínútu en frammistaðan varð ekki betri. Lið Danmerkur hrundi algjörlega og sem leiðtogi og þjálfari lendir örin á honum þegar niðurstaðan er stærsta fíaskóið í mörg ár,“ er umsögnin sem þjálfarinn Kasper Hjulmand fær en hann hefur verið við stjórnvölinn hjá liðinu síðan árið 2020. Danir eru í H-riðli undankeppninnar ásamt Slóveníu, Norður-Írlandi, Finnum og San Marinó. Fyrirfram var búist við að Danir færu auðveldlega upp úr riðlinum en tapið í Kasakstan setur heldur betur strik í reikninginn.
EM 2024 í Þýskalandi Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Íslenski boltinn Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Afturelding | Slagurinn um Úlfarsfell Í beinni: Valur - Víkingur | Gylfi mætir fyrrum félögum Dagur Örn sagður á leið til FH Í beinni: Stjarnan - ÍBV | Fara heimamenn á toppinn? Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira